Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

23. fundur 15. apríl 2013 kl. 17:30 - 18:40

Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Guðrún M. Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Valdimar Þorvaldsson varamaður
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1) Starf framkvæmdastjóra
Á síðasta fundi stjórnar Höfða voru lagðar fram 24 umsóknir um starf framkvæmdastjóra. Síðar kom í ljós að ein umsókn sem send var stjórn Höfða 20. mars hafði misfarist í tölvupósti. Um var að ræða umsókn Stefáns Jóhanns Hreinssonar, Álmskógum 15, Akranesi. Umsækjendur eru því 25. Rætt var ítarlega um umsóknir og ákveðið að boða hluta umsækjenda í viðtöl við stjórn. Að ósk stjórnar Höfða mun Guðjón Guðmundsson gegna starfi framkvæmdastjóra til 1. júní n.k.

2) Fundargerð framkvæmdanefndar, dags. 11.apríl
Lögð fram

3) Staða framkvæmda
Gert er ráð fyrir verklokum í lok þessarar viku og að flutt verði í endurnýjaðar íbúðir í næstu viku.  Samþykkt að bjóða bæjarstjórn Akraness og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar í heimsókn til að skoða framkvæmdirnar.

4) Bréf PACTA lögmanna, dags. 12. apríl varðandi Höfðagrund 23
Lagt fram

5) Önnur mál
Þjónustukönnun hjá íbúum hjúkrunardeildar og aðstandendum í mars 2013 Lögð fram. Stjórn Höfða lýsir ánægju með niðurstöðu könnunarinnar.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00