Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

20. fundur 31. janúar 2013 kl. 17:30 - 19:00

Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Kjartan Kjartansson varaformaður
Guðrún M.Jónsdóttir
Dóra Líndal Hjartardóttir varamaður
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1) Vistunarmál
Samþykkt var vistun fyrir Sigríði Þ.Sigurjónsdóttur, Tindaflöt 4, Ástbjart Sæmundsson, Brekkubraut 29, Marselíu Guðjónsdóttur, Skólabraut 29, Karen Öldu Gunnarsdóttur, Kirkjubraut 12 og Þórunni Stefánsdóttur, Vesturgötu 164.

2) Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 19.desember og 10.janúar
 Lagðar  fram.

3) Staða framkvæmda
 Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála við endurbætur á hjúkrunargangi.

4) Daggjöld 2013
Lögð fram reglugerð um daggjöld fyrir hjúkrunar-, dvalar- og dagvistarrými sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2013.

5) Hjúkrunarrými
 Samþykkt að fara þess á leit við Velferðarráðuneytið að 2 dvalarrýmum verði breytt í skammtíma hjúkrunarrými.

6) Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 22.janúar
Lagt fram.

7) Starfsmannahald
Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir vaxandi álagi á starfsfólk og hugmyndum sínum um hvernig bregðast skuli við því.

8) Lífeyrisskuldbindingar
Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum fulltrúa Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu við stjórnvöld varðandi lífeyrisskuldbindingar aðildarfélaga.
9) Önnur mál
Rætt um viðbrögð við NORO veiru sem kom upp á Höfða fyrr í mánuðinum, ráðningu iðjuþjálfa og 35 ára afmælis Höfða sem verður minnst á morgun.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00