Fara í efni  

Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)

350. fundur 21. nóvember 2002 kl. 08:30 - 10:10

Fundur nr. 350 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupsstaðar var haldinn fimmtudaginn 21. nóvember 2002 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 08:30.

________________________________________________________

 

Mættir voru: Gísli Gíslason, bæjarstjóri,
 Hörður Kári Jóhannesson,
 Jórunn Guðmundsdóttir.
Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins.

________________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

 

1. Skýrslur Landsbréfa.
1.1. Fjárfestingarskýrsla 4. ársfjórðungur 2002.
1.2. Mánaðarskýrsla 01.11.02.
Lagðar fram.

 

2. Fjárvörslusamningur Landsbankans-Landsbréfa og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar, dags. 12.06.2002. Tillaga Landsbréfa um breytingu á viðauka D.
Stjórn sjóðsins samþykkir tillögu Landsbréfa á viðauka D, þar sem kemur
fram að Landsbréf mun sjá um innheimtuferil/vanskilamál fyrir öll önnur
skuldabréf en sjóðfélagalán.

 

3. Fjármálaeftirlitið. Bréf dags. 02.10.02. vegna fjárfestinga lífeyrissjóða.
Stjórn sjóðsins fjallaði um bréf fjármálaeftirlitsins dags. 02.10.2002.
Lagt fram bréf Landsbréfa dags. 17.10.2002 og skýrslur til
Fjármálaeftirlitsins.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúa fjármálaeftirlitsins og
Landsbréfa um framkvæmd reglna um lífeyrissjóði.

 

4. Umsókn um lán:
Sjá trúnaðarbók.

 

5. Umsókn um skuldskeytingu:
Sjá trúnaðarbók.

 

6. Lífeyrir:
Sjá trúnaðarbók.

 

7. Bréf Magnúsar Oddssonar dags. 09.10.2002.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

8. Viðmiðun vegna breytinga á störfum.
Samþykkt að fela Andrési að leggja fram tillögu að breytingu á samþykktum lífeyrissjóðsins, þar sem m.a. verði boðið upp á val um meðaltalsreglu með sambærilegum hætti og hjá LSR og LSS.

 

9. Fyrirspurn launadeildar um áhrif símenntunarákvæða kjarasamnings 1. desember n.k. við útgreiðslu lífeyris.
Stjórn sjóðsins telur símenntunarákvæði kjarasamnings ekki leiða til breytinga á áunnum persónubundnum réttindum lífeyrisþega.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:10

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00