Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)
Fundur nr. 378 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupsstaðar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu föstudaginn 30. nóvember 2006 og hófst hann kl. 08:00.
Mættir voru: Gísli S. Einarsson, formaður stjórnar,
Sævar Þráinsson,
Valdimar Þorvaldsson.
Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri sjóðsins.
Á fundinn mættu:
Friðrik Nikulásson forstöðumaður lífeyris- og safnastýringar Landsbankans undir 1 og 2 tölulið.
Valgeir Geirsson sjóðsstjóri hjá lífeyrissjóðsins undir 1 og 2 tölulið.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi undir 1 og 2 tölulið.
Fyrir tekið:
1. Skýrslur Landsbréfa.
1.1. Ársfjórðungsskýrsla 30.09.06.
1.2. Fjármálaeftirlitið 30.09.06.
1.3. Mánaðarskýrsla 31.10.06.
Lagðar fram.
Valgeir og Friðrik fjölluðu um og skýrðu árangur í fjárstýringu Landsbankans á eignasafni lífeyrissjóðsins.
2. Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.
Valgeir og Friðrik kynntu tillögur Landsbankans ? eignastýringu að fjárfestingarstefnu Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2007
Stjórnin samþykkir tillögu að fjárfestingarstefnu Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2007 með gengisvörnum.
3. Fjárhagsáætlun Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2007.
Framkvæmdastjóri fór yfir og skýrði tillögu að fjárhagsáætlun Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2007.
Stjórnin samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Lífeyrissjóð Akraneskaupstaðar árið 2007.
4. Umsókn um veðflutning.
Sjá trúnaðarbók.
5. Lífeyrir.
Sjá trúnaðarbók.
6. Makalífeyrir.
Sjá trúnaðarbók.
7. Bréf Faxaflóahafna, dags. 16.11.2006, vegna uppgjör lífeyrisskuldindinga.
Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra og Jóhanni Þórðarsyni endurskoðanda að skoða erindi Faxaflóahafna og skila tillögu ásamt greinagerð um meðhöndlun þess til stjórnar sjóðsins.
8. Bréf Sigurbjargar Jónsdóttur dags. 20.11.2006 vegna lífeyrisgreiðslna.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindi Sigurbjargar.
9. Fjármálaeftirlitið. Tilkynning vegna lista FATF yfir ósamvinnuþýð ríki í aðgerðum gegn peningaþvætti.
Lagt fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 09:50