Stýrihópur um samfélagsmiðstöð
4. fundur
13. maí 2022 kl. 08:30 - 10:00
í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
- Kristinn Hallur Sveinsson fulltrúi meirihluta
- Einar Brandsson fulltrúi minnihluta
- Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
- Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
- Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði:
Svala Hreinsdóttir
sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
1.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging
2201087
Uppbygging samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8. Undirbúningur og skipulag samráðs við hagaðila.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Unnur ráðgjafi(verkefnastjóri) stýrihóps kynnti drög að verkefnalýsingu. Verkefnalýsing lýsir verkefninu og skipulagi þess og byggir á erindisbréfi stýrihóps og umfjöllun stýrihóps um verkefnið.
Stýrihópur samþykkir fyrirliggjandi drög að verkefnalýsingu. Verði breytingar á vinnu verkefnisins samkvæmt verkefnalýsingu verður sú breyting borin undir stýrihóp til samþykktar.
Samkvæmt erindisbréfi stýrihóps þá skal stýrihópur skila tillögum á sameiginlegum fundi bæjarráðs, skipulags- og umhverfisráðs, skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs ásamt öðrum hagsmunaðilum eigi síðar en 1. ágúst, 2022. Stýrihópur leggur áherslur á að uppbygging á samfélagsmiðstöð verði unnin í samvinnu við hagaðila og fyrirhugaða notendur samfélagsmiðstöðvar. Stýrihópur óskar því eftir frest til bæjarráðs til að skila niðurstöðum sínum. Jafnframt óskar stýrihópur eftir því að kynna á sameiginlegum fundi ráða í september nk. stöðu verkefnisins.
Farið var yfir aðkomu fagaðila að verkefninu og fyrstu fundir tímasettir samkvæmt verklýsingu.