Fara í efni  

Stýrihópur um samfélagsmiðstöð

4. fundur 13. maí 2022 kl. 08:30 - 10:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson fulltrúi meirihluta
  • Einar Brandsson fulltrúi minnihluta
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging

2201087

Uppbygging samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8. Undirbúningur og skipulag samráðs við hagaðila.
Á fundinn mættu Ruth Jörgensdóttir Rauterberg Þroskaþjálfi, aðjunkt og doktorsnemi við Háskóla Íslands og Unnur Helga Kristjánsdóttir ráðgjafi hjá Strategía ehf. verkefnastjóri stýrihóps.

Unnur ráðgjafi(verkefnastjóri) stýrihóps kynnti drög að verkefnalýsingu. Verkefnalýsing lýsir verkefninu og skipulagi þess og byggir á erindisbréfi stýrihóps og umfjöllun stýrihóps um verkefnið.

Stýrihópur samþykkir fyrirliggjandi drög að verkefnalýsingu. Verði breytingar á vinnu verkefnisins samkvæmt verkefnalýsingu verður sú breyting borin undir stýrihóp til samþykktar.

Samkvæmt erindisbréfi stýrihóps þá skal stýrihópur skila tillögum á sameiginlegum fundi bæjarráðs, skipulags- og umhverfisráðs, skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs ásamt öðrum hagsmunaðilum eigi síðar en 1. ágúst, 2022. Stýrihópur leggur áherslur á að uppbygging á samfélagsmiðstöð verði unnin í samvinnu við hagaðila og fyrirhugaða notendur samfélagsmiðstöðvar. Stýrihópur óskar því eftir frest til bæjarráðs til að skila niðurstöðum sínum. Jafnframt óskar stýrihópur eftir því að kynna á sameiginlegum fundi ráða í september nk. stöðu verkefnisins.

Farið var yfir aðkomu fagaðila að verkefninu og fyrstu fundir tímasettir samkvæmt verklýsingu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00