Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

21. fundur 29. ágúst 2000 kl. 17:00 - 18:15
21. Fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudag 29. ágúst 2000 kl 17:00.


Mættir: Georg Janusson, formaður, Hallveig Skúladóttir, Jóna Adolfsdóttir, Stefán Magnússon, Þóranna Kjartansdóttir og Hrafnkell Á. Proppé sem ritaði fundargerð.

1. Val á snyrtilegustu lóðum á Akranesi árið 2000.
Farið var yfir fjölda ábendinga og tvær einbýlishúsalóðir, ein fjölbýlishúsalóð og ein stofnanalóð voru valdar til viðurkenningar. Stefnt er að því að veita viðurkenningarnar í næstu viku og garðyrkjustjóra falið framkvæmd mála.

2. Bréf bæjarráðs dagsett 13. júlí 2000 varðandi erindi Náttúruverndar ríkisins um náttúruverndaráætlanir og gagnasöfnun.
Garðyrkjustjóra falið að senda Náttúruvernd ríkisins þær upplýsingar sem til eru um Innsta-Vogsnesið og Blautós.

3. Bréf bæjarráðs, dagsett 14. júlí 2000, varðandi erindi verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi um kostnað sveitarfélaga vegna heimsókna verkefnisstjóra.
Lagt fram.

4. Bréf bæjarráðs dagsett 24. ágúst 2000 varðandi erindi Náttúrustofu Vesturlands um málþing um náttúru á Vesturlandi.
Samþykkt að garðyrkjustjóri og Hallveig Skúladóttir sæki málþingið fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hvetur bæjarstjórn til að senda einnig fulltrúa á málþingið.

5. Önnur mál.
Rætt um samvinnu vinnuskólans, garðyrkjudeildar og Akranesveitu.


Fundi slitið kl 18:15.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00