Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

27. fundur 05. febrúar 2001 kl. 17:00 - 19:00
27. Fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, mánudaginn 5. febrúar 2001 kl. 17:00.

Mættir á fundi:  Georg Janusson, formaður,
Hallveig Skúladóttir,
Jóna Adolfsdóttir,
Stefán Magnússon,
Þóranna Kjartansdóttir.
Auk þeirra umhverfisfulltrúi, Hrafnkell Á. Proppé, sem ritaði fundargerð.

1. Sorpmál
Til viðræðna voru mættir forstöðumaður fyrirtækjasviðs og umsjónamaður sorpmála.  Rætt var um stöðu sorpmála og hvaða möguleikar væru til að auka á flokkun og endurvinnslu sorps.
Umhverfisnefnd lýsir áhyggjum sínum yfir hugsanlegum mengunaráhrifum af uppgreftri frá lóðum við Höfðasel og áhrifum þeirra spilliefna sem urðuð hafa verið á þessu svæði.  Nefndin telur að finna þurfi viðunandi lausn á þessu máli í samvinnu við Hollustuvernd ríkisins.
 
2. Erindisbréf umhverfisnefndar.
Lagt fram.
 
3. Skýrsla verkefnisstjóra SD21 á landsvísu.
Lögð fram.  Samþykkt að boða formann stýrihóps um gerð Staðardagskrá 21 til viðræðna.
 
4. Bréf samtaka ferðaþjónustunnar um Staðardagskrá 21 dagsett 24. janúar 2001.
Lagt fram.
 
5. Umsjón og rekstur friðlandsins við Blautós og Innsta-Vogsnes.
Drög að samningi frá Náttúruvernd ríkisins voru lögð fram og kynnt.   Umhvefisfulltrúa var falið að vinna frekar að málinu.
 
6. Hreinsunarverkefnið ?Fegurri sveitir?.
Bréf verkefnisstjóra ásamt áfangaskýrslu verkefnissins voru lögð fram.  Samþykkt var að leggja til við bæjarstjórn að Akraneskaupstaður taki þátt í verkefninu með áherslu á Æðarodda, aðra búfjáreigendur og iðnaðarhverfið við Höfðasel.
 
7. Önnur mál.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00