Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

8. fundur 18. október 2006 kl. 19:00 - 21:30

8. fundur í umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, miðvikudaginn 18. október 2006 og hófst hann kl. 19:00.


 

Mætt voru:           Rannveig Bjarnadóttir

                           Haraldur Helgason

                           Hallveig Skúladóttir

                           Guðmundur Valsson

 

Auk þeirra Snjólfur Eiríksson, garðyrkjustjóri.

 

Fundargerð ritaði Guðmundur Valsson.


 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir tekið:

 

1. Slagorðasamkeppnin:

Ákveðið að bréf verði sent til skólanna nú á næstu dögum.

 

2. Staðan í sorpflokkunarmálum:

Rætt um stöðu sorpflokkunar mála í bænum og um uppsögn samnings við Ávalt ehf. Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

 

,,Umhverfisnefnd Akranesbæjar óskar eftir upplýsingum um stöðu samningsmála um sorpflokkun á Akranesi. Umhverfisnefnd óskar einnig eftir því að vera höfð með í ráðum þegar ákvarðarnir eru teknar um þessi mál, með vísan í 7. grein erindisbréfs fyrir umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar."

 

3. Verkefnalistinn fyrir árið 2007 ræddur og afgreiddur samhljóða.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00