Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Þrif í heimahúsum - tilboð
1408033
Á fundi Velferðar og mannréttindaráðs 3. desember kynnti verkefnisstjóri tillögu að framlengingu þjónustusamnings við Húsfélagaþjónustuna s.f. til 1. nóvember 2015. Húsfélagaþjónustan óskar eftir 5% hækkun á samningnum.
2.Heimsendur matur 2015
1501061
Með fundarboði fylgdi minnisblað sviðsstjóra þar sem upplýst er um hækkun á heimsendum mat.
Málið kynnt. Velferðar- og mannréttindaráð telur að hækkun á stakri máltíð sem nemur tæplega 21% sé umtalsverð og ekki í takt við aðrar gjaldskrárhækkanir. Velferðar- og mannréttindaráð telur sig hins vegar ekki hafa aðkomu að verðlagningu á heimsendum mat sem stjórn Höfða dvalar- og hjúkrunarheimilis hefur tekið ákvörðun um.
3.Þjónustugjaldskrár 2015 - ráðstöfun fjármuna
1411069
Bæjarráð óskar eftir að fagráð taki greinargerð starfshóps um þjónustugjaldskrár 2015 til umfjöllunar og skili umsögn fyrir 1. mars n.k.
Málin rædd en afgreiðslu frestað. Laufey Jónsdóttir yfirgaf fundinn kl. 18:00.
4.Félagsþjónusta sveitarfélaga - rekstrarkostnaður
1412096
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman upplýsingar úr ársreikningum sveitarfélaga vegna ársins 2013. Upplýsingarnar taka til útgjalda sveitarfélaga vegna félagsþjónustu.
5.Starfshættir velferðar- og mannréttindaráðs
1411124
Rætt um að velferðar- og mannréttindaráð fari í heimsóknir í undirstofnanir.
6.Starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs 2015
1411093
Velferðar- og mannréttindaráð hefur fjallað um starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs 2015 og samþykkir starfsáætlunina.
Fundi slitið - kl. 18:25.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillögu verkefnisstjóra.