Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

12. fundur 22. apríl 2015 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Velferðarráðuneyti - fundur 12. mars 2015

1502211

Áður á dagskrá þann 24. mars 2015.
Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum mætti á fundinn í samkvæmt boði Velferðar- og mannréttindaráðs frá 24. mars sl. og kynnti hlutverk réttindagæslumanna.
Bréf Velferðarráðuneytis frá 31. mars sl. varðandi fund starfsmanna ráðuneytisins með starfsmönnum Akraneskaupstaðar lagt fram til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Jóni Þorsteini greinargóða kynningu á hlutverki réttindagæslumanna og persónulegra talsmanna.

2.Velferðar- og mannréttindasvið - Fjárhagsyfirlit 1. ársfjórðungs 2015

1504091

Lagt fram yfirlit yfir stöðu fjárhags Velferðar- og mannréttindasviðs eftir 1. ársfjórðung 2015.

3.Skagastaðir 2015

1504015

Áður á dagskrá fundar Velferðar og mannréttindaráðs þann 8. apríl 2015.
Á fundi Velferðar- og mannréttindaráðs þann 8. apríl var fjallað um starfsemi Skagastaða. Afgreiðslu ráðsins var vísað til bæjarráðs þar sem hún fól í sér útgjöld umfram fjárhagáætlun. Vegna breyttra forsendna er málið lagt fyrir ráðið að nýju.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að samningur Akraneskaupstaðar við Vinnumálastofnun á Vesturlandi frá 15. janúar 2014 verði efndur. Samningurinn gildir til 31. desember 2015. Ráðið vísar erindinu til bæjarráðs þar sem það felur í sér um 1,8 mkr. útgjöld umfram samþykkta fjárhagsáætlun.
Ráðið leggur til að verkefnisstjóra verði falið að vinna að tillögum að framtíðarsýn varðandi virkniúrræði fyrir fólk sem nýtur fjárhagsaðstoðar.

4.Þjónusta vegna búsetu og stuðningsþjónusta

1501209

Kynning á stöðu. Trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00