Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

24. fundur 07. október 2015 kl. 17:30 - 20:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Samskipti við aðstandendur

1509380

Vísað til trúnaðarbókunar velferðar- og mannréttindaráðs.
Bylgja Mist yfirgaf fundinn kl. 18 og Laufey Jónsdóttir mætti á fundinn.

2.Samningur um þrif í heimahúsum

1408033

Samningur við Húsfélagaþjónustuna um þrif í heimahúsum í heimaþjónustu sem gerður var í janúar 2015 rennur úr 30. október.
Velferðar- og mannréttindaráð mælist til að gerð verði verðkönnun meðal fyrirtækja sem bjóða upp á hreingerningaþjónustu miðað við óbreyttar forsendur.

3.Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar

1502124

Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar hefur verið starfandi frá því í september 2006. Farið yfir forsendur þeirrar samþættingar og forsendur samstarfs um innlit heimaþjónustu á kvöldin og um helgar.
Umfang innlitsþjónustu hefur verið meira að undanförnu en reiknað var með í upphafi og kostnaður meiri. Í ljósi þess að kostnaður við heimaþjónustu hefur vaxið og þörf er á að forgangsraða í þjónustunni er lagt til að þjónustan verði endurskoðuð. Sviðsstjóra falið að kynna hugmyndir um breytingar fyrir fulltrúum HVE.
Laufey yfirgaf fundinn.

4.Forsendur fjárhagsáætlunar Velferðar- og mannréttindasviðs 2016

1509212

Umræður um áherslur velferðar- og mannréttindaráðs og forgangsröðun verkefna vegna vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2016.

5.Þjónustusvæði í málefnum fatlaðra

1510028

Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Árið 2010 sótti Akraneskaupstaður um undanþágu frá stærðarviðmiðum um þjónustusvæði í málefnum fatlaðra en var synjað. Spurnir hafa borist af því að erindi þriggja sveitarfélaga sama efnis séu nú til meðferðar í Velferðarráðnueyti. Umræður um það hvort Akraneskaupstaður eigi að sækja um undanþágu að nýju.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir sig meðmælt því að sótt verði um undanþágu. Sviðsstjóra falið að undirbúa unmsókn og upplýsa samstarfsaðila.

6.Nordplus námskeið í Litháen

1510030

Akraneskaupstað hefur verið boðið að taka þátt í Nordplus verkefni um atvinnumál minnihlutahópa. Óskað er eftir heimild til að senda starfsmann félagsþjónustu á samráðsfund í Litháen 20.-23. október í tengslum við verkefnið. Sveitarfélagið ber ekki kostnað af þátttöku annan en laun starfsmannsins.
Ráðið samþykkir beiðnina.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00