Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
Gunnhildur Björnsdóttir boðaði forföll. Valgarður L. Jónsson mætti í hennar stað.
1.Leiðbeiningar um orlofsdvöl fyrir fatlað fólk
1607022
Lagðar fram til umræðu leiðbeiningar um þjónustu í orlofsdvöl fatlaðs fólks ásamt athugasemdum.
Lagt fram til kynningar.
2.Þjónustusvæði í málefnum fatlaðra
1510028
Borist hefur bréf frá velferðarráðuneyti varðandi erindi Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um að Sveitarfélögin myndi sameiginlega sérstakt þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks. í bréfinu kemur fram að erindið hafi verið sent Borgarbygð, Snæfellsbæ og sambandi íslenskra sveitarfélaga til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til 26. ágúst.
Lagt fram til kynningar.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016
1601444
í tölvupósti velferðarráðuneytis frá 18. júlí 2016 er vakin athygli á því að drög að frumvörpum að lögum um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga hafa verið birt á vef ráðuneytisins og að unnt er að koma athugasemdum við drögin á framfæri til 29. ágúst næstkomandi.
Farið yfir drögin og þau rædd. Umræðu frestað til næsta fundar.
4.Staða sviðsstjóra Velferðar- og mannréttindsviðs
1606099
Rætt um starfslok Jóns Hróa Finnssonar fráfarandi sviðsstjóra Velferðar- og mannréttindasviðs og ráðningu Svölu Hreinsdóttur í starfið.
5.GT-2016 - Ráðstefna um þjónandi leiðsögn
1608047
Dagana 13.-15. september verður haldina alþjóðleg ráðstefna um þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching) á Akureyri. Fyrirhugað er að starfsmenn af Velferðar- og mannréttindasviði taki þátt. Heimasíða ráðstefnunnar er www.gti2016.com.
Kynnt.
Fundi slitið - kl. 17:00.