Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

70. fundur 22. nóvember 2017 kl. 16:00 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál.

1711057

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Trúnaðarmál.

1711166

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
Hrefna vék af fundi kl. 16:40.

3.Trúnaðarmál.

1708139

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Trúnaðarmál.

1412130

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Húsfélagaþjónustan - samningur um þrif 2018

1711157

Akraneskaupstaður hefur undanfarin ár gert samkomulag við Húsfélagaþjónstuna ehf um heimilisþrif í tengslum við félagslega heimaþjónustu. Samstarfið hefur gengið vel og er vilji af beggja hálfu til að halda því áfram. Samningurinn rennur út í lok árs 2017. Drög að nýjum samningi liggur fyrir þar sem ítarlegra ákvæði er sett inn vegna trúnaðarskyldu og tillögur frá Húsfélagsaþjónustunni ehf. um hækkun á kostnaði þar sem 85% af verði á hverja klukkustund fylgir breytingum á launatöxtum starfsmanna.
Afgreiðslu frestað.

6.Þróunarverkefni Tálgun og tengsl við náttúru

1711167

Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður er með í undirbúningi þróunarverkefni í samstarfi við Ólafur Oddsson/uppeldisráðgjafa og fræðslustjóra Skógræktarinnar. Verkefnið er á byrjunarstigi og leitað verður eftir samstarfi við Skógræktarfélag Akraness. Markmiðið með verkefninu verður m.a. að auka fjölbreytni í starfsemi Fjöliðjunnar og koma þannig á móts við fleiri óskir og ólíkt getustig þátttakenda. Tálgun styður við sköpun einstaklingsins og persónulega nálgun í útfærslu verkefnanna. "Öruggu hnífsbrögð" tálgunartækninnar tryggir öruggi í vinnu og dreifir álaginu á líkamann. Þar sem unnið er með ferskan við er auðvelt að tengja efnisöflunina við skóg og náttúru, stuðla að hreyfingu og fræða um vistkerfi skógarins og styðja um leið við heilbrigðari skóg og bindingu meira kolefnis með meiri vexti trjánna. Ólafur mun veita leiðbeinendum ráðgjöf og kennslu í þessu verkefni. Óverulegur kostnaður hlýst af verkefninu sem mun rúmast innan fjárhagsáætlunar Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstaðar.
Lagt fram til kynningar.

7.Reglur um gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu

1612146

Drög að breygingum á reglum um félagslega heimaþjónstu voru lagðar fyrir fund velferðar- og mannréttindaráð í maí sl. Afgreiðslu málsins var frestað.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillögur um breytingar á gjaldskrá fyrir félagslegri heimaþjónustu.
Breytingin felur í sér:
Innheimt er fyrir að hámarki 8 klukkustundir á mánuði í félagslega heimaþjónustu. Innheimt er fyrir heimilisþrif og aðstoð við búðarferðir.

Önnur félagsleg heimaþjónusta, þ.e. innlit og persónulega aðstoð á dagvinnutíma og kvöld- og helgarþjónusta er endurgjaldslaus.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00