Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

76. fundur 21. febrúar 2018 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál.

1801323

Trúnaðarmál.
Skráð í trúnaðarbók.

2.Trúnaðarmál.

1802313

Trúnaðarmál.
Skráð í trúnaðarbók.

3.Trúnaðarmál.

1705191

Trúnaðarmál.
Skráð í trúnaðarbók.

4.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

1612050

Breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi voru samþykktar í bæjarstjórn 23. janúar 2018. Breytingarnar voru í samræmi við leiðbeinandi reglur
velferðarráðuneytisins fyrir sveitarfélög. Breyting var gerð á reglugerð um húsnæðisbætur, nr. 1200/2016 með síðari breytingum, þar sem grunnfjárhæð við útreikning húsnæðisbóta og frítekjumörk voru hækkuð. Lagt er til að 5. grein reglna um sérstakan húsnæðisstuðning Akraneskaupstaðar verði felld á brott. Samkvæmt reglum um sérstakan húsnæðisstuðning Akraneskaupstaðar er skilyrði fyrir því að umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning verði samþykkt er að viðkomandi umsækjandi eigi rétt til húsnæðisbóta á grundvelli laga nr. 75/2016.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir því að lögð verði fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

5.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2018

1802322

Velferðarráðuneytið forgangsraðar aðgerðum og fjármagni til framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks árið 2018. Alls renna 61 millj. til áætlunarinnar skv. fjárlögum í ár, þar af er búið að ráðstafa 43 millj. til ákveðinna verkefna skv. þingsályktuninni en 18 millj. eru ekki eyrnamerktar ákveðnum verkefnum. Þjónustusvæði og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki við eftirfylgni og innleiðingu framkvæmdaáætlunarinnar en mikilvægt er að unnið sé að því í góðri samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Velferðarráðuneytið hefur haft samband við þá aðila utan velferðarráðuneytisins sem tilgreindir eru með ábyrgð á verkefnum þ.m.t. sveitarfélög og kanna hvernig þeir sjá fyrir sér að þeim verkefnum verði fylgt eftir á þessu ári. Einnig er verið að kanna hvort sveitarfélög óska eftir framlagi af því fjármagni sem er til ráðstöfunar umfram það sem tilgreint er í framkvæmdaáætluninni, ef við á, og hvernig það muni nýtast í að styðja við markmið tiltekinnar aðgerðar og stefnunnar í heild. er litið svo á að ekki sé óskað eftir fjármagni af safnlið framkvæmdaáætlunarinnar hjá velferðarráðuneytinu, til að styðja við framkvæmd verkefnisins/verkefnanna á þessu ári, umfram það sem tilgreint er í þingsályktuninni.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðstjóra að vinna að frekari úrvinnslu málsins.

6.Vinnumálastofnun - samstarfssamningur 2018

1802188

Vinnumálastofnun og Akraneskaupstaður - Endurhæfingarhúsið Hver undirrituðu samstarfssamning fyrir árið 2018. Með samningnum kaupir Vinnumálastofnun þjónustu á sviði starfsendurhæfingar fyrir fólk með skerta starfsgetu og fötlun. Markmiði er að veita þeim sem Vinnumálastofnun, Tryggingastofnun ríkisins, heilbrigðisstofnanir eða aðrir viðurkenndir aðilar svo sem velferðarþjónustur sveitarfélaga vísa til Hver, aðstoð með sértækum endurhæfingaraðgerðum og gefa þeim tækifæri á að komast aftur út á vinnumarkaðinn eða skipta um starfsvettvang til dæmis að undangengnu frekara námi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00