Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

109. fundur 21. ágúst 2019 kl. 16:00 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Sveinborg Krisjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Tillögur til þess að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni

1907120

Félags- og barnamálaráðherra hefur boðað að bregðast þurfi við stöðunni á landsbyggðinni í húsnæðismálum. Fyrir liggur stöðuskýrsla um málið. Þetta er tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs og félagsmálaráðuneytisins.
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir Stöðuskýrslu um húsnæðismál á landsbyggðinni.

2.Mat á stuðningsþörf fatlaðs fólks (SIS)

1907121

Kynnt verður samantekt starfsmanna um mat á stuðningsþörf(SIS) hjá einstaklingum í þjónustu hjá Velferðar- og mannréttindasviði Akraneskaupstaðar.
Kynnt var nafnlaus samantekt starfsmanna á stöðu SIS mats hjá einstaklingum í þjónustu hjá Akraneskaupstað.

3.Búsetuþörf fatlaðra einstaklinga á Akranesi

1907127

Kynnt verður samantekt starfsmanna á búsetuþörf fatlaðra einstaklinga á Akranesi næstu árin.
Kynnt áætluð búsetuþörf fatlaðra einstaklinga á Akranesi til ársins 2022.

4.NPA þjónusta - Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög

1907156

Kynntar verða leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög vegna setningar reglna um Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Eitt af meginmarkmiðum lagasetningarinnar er að innleiða tiltekin ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í íslenska löggjöf.
Velferðar- og mannréttindaráð felur starfandi sviðsstjóra og starfsmönnum Velferðarsviðs að móta drög að reglum um Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)fyrir Akraneskaupstað.

5.Kynningarfundur ráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í heilbrigðisumdæmi Vesturlands

1907133

Kynningarfundur um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í heilbrigðisumdæmi Vesturlands var haldinn 15. ágúst sl. á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Á fundinum var heilbrigðisstefnan kynnt.
Allir ráðsmenn Velferðar- og mannréttindaráðs mættu á kynningarfund um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Ráðið fagnar framkominni heilbrigðisstefnu.

6.Umsókn til velferðar- og mannréttindaráðs

1908244

Sjá trúnaðarbók.
Trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00