Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Viðbragðsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs við heimsútbreiðslu inflúensu
2003068
Viðbragðsáætlun á Velferðar- og mannréttindasviði vegna COVID-19. Stöðumat og upplýsingar.
Málið kynnt. Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
2.Bílaleigusamningur vegna búsetuþjónustu - verðkönnun 2020
2005193
Samningur um langtímaleigu á bifreið í búsetuþjónustu fyrir fatlaða rennur í 30. júní nk.
Verðkönnun hefur farið fram hjá þremur bílaleigufyrirtækjum innan rammasamnings ríkiskaupa á leigu á bifreið út árið. Verðkönnunin var gerð til að fá fram þau verð sem aðilum að rammasamningum standa til boða skv. rammasamningum. Reglur um akstursþjónustu er í vinnslu og óljóst er hvort endurskoðaðar reglur muni hafa áhrif á núverandi fyrirkomulag á nýtingu bifreiðarinnar. Verðkönnunin náði því bara til tímabilsins 1. júlí 2020-31. desember 2020.
Verðkönnun hefur farið fram hjá þremur bílaleigufyrirtækjum innan rammasamnings ríkiskaupa á leigu á bifreið út árið. Verðkönnunin var gerð til að fá fram þau verð sem aðilum að rammasamningum standa til boða skv. rammasamningum. Reglur um akstursþjónustu er í vinnslu og óljóst er hvort endurskoðaðar reglur muni hafa áhrif á núverandi fyrirkomulag á nýtingu bifreiðarinnar. Verðkönnunin náði því bara til tímabilsins 1. júlí 2020-31. desember 2020.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tímabundinn samning við Hertz bílaeigu um leigu á bifreið. Sviðsstjóra falið að kanna útfærslu á nýtingu bifreiða innan sviðsins.
Fundi slitið - kl. 17:30.