Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

142. fundur 16. desember 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Málefni fatlaðra samstarfssamningur Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar- 2019

1901116

Uppsögn Hvalfjarðarsveitar á samstarfssamning um ýmis mál á sviði félags- og íþróttamála.
Lagt fram til kynningar.

2.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Á 180. fundi skipulags- og umhverfisráðs var óskað eftir umsögn velferðar- og mannréttindaráðs á þeim drögum að umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar sem liggja nú fyrir.
Lagt fram til kynningar, málið verður aftur tekið fyrir á nýju ári. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að leitað verði umsagnar hjá Notendaráði um málefni fatlaðs fólks.

3.Starf búsetuþjónustu - forstöðumaður

2011170

Staða forstöðumanns búsetuþjónustu fatlaðs fólks á Akranesi var auglýsir laust til umsóknar í nóvember sl. Alls bárust 24 umsóknir um stöðuna.
Niðurstaða liggur fyrir og hefur Gunnhildi Völu Valsdóttur verið boðin staðan. Velferðar- og mannréttindaráð býður Gunnhildi Völu velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í starfi.

4.Frístundastarf allt lífið

2012179

Akraneskaupstaður býður upp á frístundastarf fyrir börn og ungmenni og eldri borgara. Frístundastarf fyrir börn og ungmenni hefur þróast og tekið breytingum m.a. með áherslu á þátttöku allra barna. Fyrirhugað er að félagsstarf fyrir aldraða og öryrkja flytji þegar ný þjónustumiðstöð verður tekin í notkun að Dalbraut 4 á árinu 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við skóla- og frístundasvið og hagsmunaaðila.

5.Velferðarvaktin - tillögur til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID 19

2012200

Tillögur velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00