Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

175. fundur 15. febrúar 2022 kl. 16:00 - 17:45 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu sat fundinn undir málum nr. 1 til 4 á dagskrá.

1.Fjárhagsaðstoð - stafræn umsókn fjárhagsaðstoðar

2109154

Akraneskaupstaður er þátttakandi í verkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga um á innleiðingu sameiginlegri lausn sveitarfélaga fyrir umsóknir um fjárhagsaðstoð. Sjá nánar https://stafraen.sveitarfelog.is/frettir/innleidingaraaetlun-fyrir-umsoknir-um-fjarhagsadstod/
Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi kynnti stöðu innleiðingar á sameiginlegri lausn sveitarfélaga fyrir umsókn um fjárhagsaðstoð. Viðmótið verður kynnt á heimasíðu Akraneskaupstaðar þegar það verður tekið í notkun.

2.Velferðarstefna Vesturlands-Samráðshópur um öldrunarmál á Vesturlandi

2109036

Samráðshópur um öldrunarmál á Vesturlandi hefur skilað lokaskýrslu.
Lagt fram til kynningar.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar skýrslunni til upplýsinga í Öldungaráði.

3.Covid - Stuðningur við félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna COVID-19

2105096

Styrkur félagsmálaráuneytisins við félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2021, verkefni vegna covid 19.
Lagt fram til kynningar.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar skýrslunni til kynningar í notendaráði.

4.Félagsstarf fullorðinna 2021 (vegna COVID-19)

2103130

Styrkur félagsmálaráðuneytisins við félagsstarf fullorðinna sumarið 2021 - verkefni vegna COVID 19.
Lagt fram til kynningar.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar skýrslunni til kynningar í öldungaráði.

5.Fjöliðjan - leigusamningur

2202071

Leigusamningur við Línuvélar ehf. um húsnæði fyrir Fjöliðjuna að Smiðjuvöllum 28 til þriggja ára.
Lagt fram til kynningar.

6.Jafnlaunavottun - viðhaldsvottun 2022

2108135

Viðhaldsvottun jafnlaunvottunar fer fram dagana 28. febrúar og 1. mars næstkomandi. Jafnlaunakerfi Akraneskaupstaðar er í sífelldri endurskoðun og lögð er til smávægilegar orðalagsbreytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness þann 12. janúar 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir breytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar og vísar stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.

7.Reglur um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar

2001177

Gunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hefur verið óbreytt frá 1. janúar 2021 eða kr. 172.975 fyrir einstakling og kr. 276.760 (172.975*1,6 ) fyrir hjón/sambúðarfólk.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð 3% hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2022. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00