Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

187. fundur 06. september 2022 kl. 16:00 - 20:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

2110054

Kynning á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Sólveigu Sigurðardóttur verkefnastjóra samþættrar þjónustu og barnvæns sveitarfélags fyrir góða kynningu.

2.Farsældarteymi

2208188

Kynning á farsældarteymi Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Sólveigu Sigurðardóttur verkefnastjóra samþættrar þjónustu og barnvæns sveitarfélags fyrir góða kynningu. Ráðið fagnar þeim árangri sem þegar hefur náðst í verkefninu.

3.Farsæld barna - skipulagt og farsælt frístundastarf fyrir alla

2208151

Kynning á tillögu á þróunarverkefni sem er um samþætta þjónustu í frístundum barna og ungmenna.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Sólveigu Sigurðardóttur verkefnastjóra samþættrar þjónustu og barnvæns sveitarfélags, Heiðrúnu Janusardóttur verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnarmála og Báru Daðadóttur málstjóra fyrir góða kynningu.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að haldið verði áfram að þróa verkefnið á forsendum hluta styrks til stuðnings- og stoðþjónustu frá SSV og jafnvel styrkja frá fleiri aðilum.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir að málið komi aftur á dagskrá ráðsins þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um styrkveitingar og nánari tillögu á útfærslu verkefnisins.

4.Móttaka flóttafólks

2203074

Á fundi bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 8. mars 2022 lýsti bæjarstjórn sig reiðubúna til að taka á móti flóttafólks frá Úkraínu. Í kjölfarið samþykkti bæjarráð tímabundna ráðningu málastjóra til sex mánaða vegna móttöku flóttafólks.
Greinargerð um stöðu verkefnisins liggur nú fyrir.
Greinargerð um móttöku flóttfólks frá Úkraínu og stöðu verkefnisins kynnt.

5.Umdæmisráð barnaverndarþjónustu Akraneskaupstaðar

2209025

Samningur um umdæmisráð barnaverndarþjónustu á landsbyggðinni.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að sækja um aðild að umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00