Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Skammtímadvöl - könnun
2006313
Velferðar- og mannréttindaráð hefur falið sviðsstjóra að kanna forsendur þess að byggja upp skammtímadvöl á Akranesi.
Mun sú könnun m.a. byggja á greiningarvinnu sem fram fór á árunum 2020-2021.
Pála Marie Einarsdóttir,umsjónarþroskaþjálfi, var fengin til þess að kynna rekstur Móaflatar, skammtímavistunar í Garðabæ.
Mun sú könnun m.a. byggja á greiningarvinnu sem fram fór á árunum 2020-2021.
Pála Marie Einarsdóttir,umsjónarþroskaþjálfi, var fengin til þess að kynna rekstur Móaflatar, skammtímavistunar í Garðabæ.
2.Stefnumótun tillaga - Starfshópur um stefnumótun í öldrunarþjónustu
2312001
Á fundi bæjarráðs 29. febrúar sl. og fundi bæjarstjórnar 12. mars sl. var stefnumótunar tillaga starfshóps um stefnumótun í öldrunarþjónustu, samþykkt.
Fól bæjarstjórn velferðar- og mannréttindaráði að formgera tillögur um forgangsröðun verkefna og leggja þær til efnislegrar meðferðar í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.
Fól bæjarstjórn velferðar- og mannréttindaráði að formgera tillögur um forgangsröðun verkefna og leggja þær til efnislegrar meðferðar í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um samþykktar tillögur starfshóps og felur sviðsstjóra að hefja strax undirbúning móttöku- og matsteymis og halda áfram með verkefnið "Heilsuefling eldra fólks" sem þegar er hafið.
3.Gjaldskrá stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu)
2401162
Gjaldskrá stuðningsþjónustu Akraneskaupstaðar lögð fram til staðfestingar.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir framlagða gjaldskrá stuðningsþjónustu Akraneskaupstaðar.
Gjaldskrá vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
Gjaldskrá vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
4.Beykiskógar 17 - starfsmannaíbúð
2101248
Á síðasta fundi velferðar- og mannréttindaráðs, 5. mars, var lögð fram sú tillaga að fara í breytingar innanhúss á Beykiskógum 17 til að bæta aðstöðu starfsfólks og skrifstofurými stjórnenda í samvinnu við Þroskahjálp, eiganda húsnæðisins.
Farið verður yfir niðurstöðu fundar með aðila Þroskahjálpar sem fram fór í liðinni viku og uppfærða kostnaðaráætlun.
Farið verður yfir niðurstöðu fundar með aðila Þroskahjálpar sem fram fór í liðinni viku og uppfærða kostnaðaráætlun.
Velferðar- og mannréttindaráð er hlynnt fyrirhuguðum breytingum og mælir með samþykkt á viðauka kr. 2.500.000 vegna nauðsynlegrar aðgerðar.
5.Mánaðayfirlit 2024
2403044
Kristjana H. Ólafsdóttir kynnir fjárhagsstöðu málaflokka í janúar 2024 og fer yfir stöðu ársins 2023.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Kristjönu H. Ólafsdóttur fyrir góða kynningu og yfirferð.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Bæjarráð sat fundinn undir þessum lið auk Berglindar Jóhannessdóttur, þroskaþjálfa.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir að kostnaðaráætlun frá 2021 verði uppfærð miðað við núverandi forsendur til samanburðar við þann kostnað sem hlýst af aðkeyptri þjónustu.