Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

224. fundur 30. apríl 2024 kl. 15:15 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Innra eftirlit með daggæslu barna

24042361

Í reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 kveður á um ábyrgð Félagsmálanefndar varðandi innra eftirlit með daggæslu barna.



Samkvæmt 35. gr. skal fara í að minnsta kosti þrjár eftirlitsheimsóknir á ári og hafa starfsmenn farsældar- og barnaverndarþjónustu sinnt því eftirliti eftir bestu getu, en umfang annarra verkefna/mála hafa komið í veg fyrir að hægt sé að sinna þessu eins og best væri á kosið.



Félagsmálanefnd getur falið öðrum að sinna verkefninu og er því lagt til við Velferðar- og mannréttindaráð að innra eftirlit með daggæslu barna verði keypt út í verktöku, áætluð upphæð fyrir 2024 er 96.000 kr.



Verkefnastjóri á Mennta- og menningarsviði, sem einnig heldur utan um skráningu, fræðslu og upplýsingagjöf til dagforeldra, mun taka eina ef þessum þremur heimsóknum, einni er þegar lokið, svo eftir stendur ein heimsókn.



Mikilvægt að ráðstafa þessum verkefnum fyrir 2025 með viðeigandi hætti. Lagt er til að tvær heimsóknir á ári verði keyptar út í verktöku og verkefnastjóri á M&M tekur eina heimsókn á móti.
Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsfólki velferðar- og mannréttindasvið að móta reglur og verklag varðandi framkvæmd eftirlits með dagforeldrum, í samvinnu við starfsfólk mennta- og menningasviðs. Gert er ráð fyrir að óðboðað eftirlit hjá hverju dagforeldri sé framkvæmt a.m.k. þrisvar sinnum á ári. Ráðið leggur til að ein eftirlitsheimsókn til hvers dagforeldris verði falin starfsmanni í verktöku vegna ársins 2024. Kostnaði vegna verktökunnar verði mætt innan fjárhagsheimilda ársins.
Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna sat fundinn undir þessum lið.

2.Breytingar á örorkulífeyriskerfinu

24042305

Breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem felur í sér mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu frá upphafi.
Lagt fram til kynningar. Velferðar- og mannréttindaráð vísar erindinu til kynningar í notendaráði um málefni fatlaðs fólks.

3.Verkefni VMST um aukna atvinnuþáttöku fatlaðs fólks

24042307

Verkefni VMST um aukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Nýtt nám í formi færninámskeiða sem verður með það að markmiði að bæta hag fatlaðs fólks á vinnumarkaði.
Lagt fram til kynningar. Velferðar- og mannréttindaráð vísar erindinu til umfjöllunar í notendaráði um málefni fatlaðs fólks.

4.Fundargerðir 2024 - stýrihópur um Samfélagsmiðstöð Dalbraut 8

2401016

19. fundargerð Stýrihóps um samfélagsmiðstöð að Dalbraut 8 frá 23. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00