Fara í efni  

Dagforeldrar á Akranesi og hækkun á niðurgreiðslum vegna fjölbura

Nú þegar haustið er að ganga í garð er líf og fjör í leik- og grunnskólum bæjarins og á það einnig við um hjá dagforeldrum á Akranesi. Á Akranesi eru starfandi 13 dagforeldrar á 10 heimilum. Í ágúst hófu 37 börn dvöl hjá dagforeldri og fleiri bætast við á næstu vikum. Enn eru laus pláss hjá nokkrum dagforeldrum, sjá hér.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 30. ágúst að hækka niðurgreiðslur vegna fjölbura og er hækkunin sem hér segir:

Þeir foreldrar sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4 - 8 klukkustundir á dag fá niðurgreiðslu og getur greiðslan hæst orðið kr. 55.000 á mánuði fyrir 8 klst. daglega vistun. Foreldrar fjölbura sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4 - 8 klukkustundir á dag fá niðurgreiðslu kr. 63.000 fyrir eitt barn, vegna næsta barns tekur niðurgreiðslan mið af dvalar- og matargjaldi barns á leikskóla með systkinaafslætti fyrir 8 tíma vistun. Starfsárið 2018 - 2019 er niðurgreiðslur fyrir annað fjölburabarn kr.100.000 og hlutfallslega sama á við þriðja fjölburabarnið. Við niðurgreiðslu til dagforeldra er tekið hlutfallslegt mið af dvalarstundum barnsins.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00