Fara í efni  

Sorptunnuskýli - breytingar á flokkun sorps

Fyrir þá sem eru að fara í framkvæmdir við sorptunnuskýli.

TIl stendur að breyta fyrirkomulagi á sorptunnum og flokkun á heimilum. Samkvæmt lögum sem taka gildi um næstkomandi áramót þá verður skylt að flokka sorp á heimilum í sex flokka sem eru:

  • Málmar
  • Gler
  • Plast
  • Pappi/pappír
  • Lífrænt
  • Blandað sorp

Við það mun fyrirkomulag sorpíláta breytast til að mæta þeim kröfum og er þeim sem íhuga byggingu skýla fyrir sorpílát við heimili sín bent á að hyggilegt væri að fresta þeirri framkvæmd þar til fyrir liggur hvernig sorphirðumálum verður háttað eftir að nýjar flokkunarreglur hafa tekið gildi.

Málmum og gleri verður hægt að skila af sér á grenndarstöðvum sem er verið að útfæra og finna staðsetningar fyrir.

Plast, pappi/pappír, blandað sorp og lífrænt verður safnað í sorpílát við hvert heimili og er verið að útfæra þá lausn.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00