Leikjanámskeið Þorpsins 2018
Leikjanámskeið Þorpsins 2018
Í sumar býður Frístundamiðstöðin Þorpið uppá leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára (2008-2012). Tímabilið er tvískipt þar sem fyrra tímabilið er fyrir börn fædd 2008-2012 en síðara tímabilið er eingöngu fyrir börn fædd 2011-2012.
- Fyrra tímabilið er frá 6. júní - 20.júlí (fyrir börn fædd 2008-2012).
- Tveggja vikna sumarleyfi verður frá 23.júlí - 3.ágúst.
- Síðara tímabilið er frá 7. - 17.ágúst (fyrir börn fædd 2011-2012).
Um er að ræða vikunámskeið sem standa frá kl. 9:00 - 16:00. Námskeiðin fara fram í Frístundamiðstöðinni Þorpinu sem stendur við Þjóðbraut 13. Alls verða níu námskeið í sumar og verður boðið upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið. Mikil útivera og skapandi starf mun einkenna sumarið. Þátttakendur koma sjálfir með nesti, þ.e. hressingu fyrir hádegi og hádegismat. Boðið verður upp á eftirmiðdegishressingu.
Alls komast 40 börn á hvert námskeið en hægt verður að skrá á biðlista ef námskeið fyllist.
Umsjónarmaður leikjanámskeiða er Aldís Ylfa Heimisdóttir. Leiðbeinendur leikjanámskeiða eru Hallur Freyr Sigurbjörnsson, Bryndís Gylfadóttir, Ársæll Rafn Erlingsson ásamt einum leiðbeinanda frá vinnuskóla.
Verð og greiðslufyrirkomulag
Verðskrá:
- 3 daga námskeið = 9.000 kr.
- 4 daga námskeið = 10.000 kr.
- 5 daga námskeið = 11.000 kr.
- Systkinaafsláttur er 10%
Innifalið í námskeiðunum er öll dagskrá, samgöngur þegar við á og eftirmiðdagshressing.
Greiðsla skal fara fram áður en námskeið hefst og eingöngu er hægt að greiða með kreditkorti í gegnum Nóra.
Skráning
Skráning og greiðsla á leikjanámskeið þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudögum eigi barn að byrja næsta mánudag þar á eftir. Öll skráning fer fram í gegnum skráningarkerfi Nóra.
Námskeið í boði
- Vikan 6. - 9. júní (3 dagar) - Síðasti skráningardagur er 31. maí
- Vikan 11. - 15. júní (5 dagar) - Síðasti skráningardagur er 7. júní
- Vikan 18. - 22. júní (5 dagar) - Síðasti skráningardagur er 14. júní
- Vikan 25. - 29. júní (5 dagar) - Síðasti skráningardagur er 21. júní
- Vikan 2. - 6. júlí (5 dagar) - Síðasti skráningardagur er 28. júní
- Vikan 9. - 13. júlí (5 dagar) - Síðasti skráningardagur er 5. júlí
- Vikan 16. - 20. júlí (5 dagar) - Síðasti skráningardagur er 12. júlí
Síðustu tvö námskeiðin eru eingöngu fyrir börn fædd 2011 og 2012.
- Vikan 7. - 10. ágúst (4 dagar) - Síðasti skráningardagur er 2. ágúst
- Vikan 13. - 17. ágúst (5 dagar) - Síðasti skráningardagur er 9. ágúst
Athygli er vakin á því að lögmálið "fyrstur kemur, fyrstur fær" gildir og að börn mega að hámarki taka þátt í 7 námskeiðum yfir sumarið. Það er því gert ráð fyrir að börnin taki sér að minnsta kosti 4 vikur í sumarfrí.
Lágmarksfjöldi á hvert námskeið eru 10 þátttakendur. Þorpið áskilur sér réttin til þess að hætta við námskeið sökum dræmrar þátttöku.
Nánari upplýsingar um leikjanámskeiðin má nálgast hjá Aldísi Ylfu Heimisdóttur, umsjónarmanni leikjanámskeiða, í tölvupósti (aldisyh@akraneskaupstadur.is), í farsíma 8931969 eða í síma 4331252.