Samningur við Víðsjá verkfræðistofu um verkfræðihönnun endurbóta og viðbygginga í Brekkubæjarskóla
15.02.2023
Þriðjudaginn 14. febrúar var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Víðsjár verkfræðistofu um verkfræðihönnun vegna endurbóta og viðbygginga 1. hæðar Brekkubæjarskóla, alls um 1970 fm. Þar af er viðbygging um 160 þar sem kemur nýtt anddyri til vestur og stækkun á nemendatorgi. Endurbætur miða að því að aðlaga húsnæði að þeim kröfum sem eru gerðar til skólahúsnæðis í dag.
Tvö tilboð bárust í verkið frá Víðsjá verkfræðistofu upp á kr. 41.409.000 og Lotu verkfræðistofu upp á 55.217.200. Til stendur að bjóða verkframkvæmdina út í haust en framkvæmdin verður áfangaskipt og dreifist á 2-3 ár.