Fara í efni  

Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar

Akranesviti á Breið.
Akranesviti á Breið.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa nú opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands vegna verkefna á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. 

Umsóknarfrestur í sjóðinn er til  26. október næstkomandi og verður atvinnuráðgjafi frá SSV með viðveru á Akranesi þann 18. október í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, 3. hæð. Hægt er að fá aðstoð hjá ráðgjafa með umsóknir og almennar fyrirspurnir um sjóðinn. 

Á heimasíðu SSV er að finna allar helstu upplýsingar um sjóðinn, s.s. umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00