Tímaáætlun og verðskrá Akranesferjunnar
Mikil stemning var meðal bæjarbúa á Akraneshöfn þegar ferjan Akranes sigldi sína fyrstu formlegu siglingu til Akraness í gær, þann 15. júní. Akranes lagði af stað frá Vesturbugt rétt um kl. 17:30 og tók siglingin um 25 mínútur. Margmenni tók á móti ferjunni og bauðst þeim að fara í stutta siglingu með ferjunni að loknum ræðuhöldum. Á bryggjunni var boðið upp á grillaðar pylsur sem meistaraflokkur karla í fótbolta sá um að matreiða, hoppukastala og þá lék þjóðlagasveitin Slitnir strengir nokkur lög.
Áætlunarferðir Akraness hefjast mánudaginn 19. júní næstkomandi. Miðasala fer fram á höfninni við Vesturbugt og um borð í ferjunni.
Áætlunarferðir og verðskrá er eftirfarandi:
Áætlun virka daga
- Reykjavík - Akranes 06:30, 10:30 og 17:30.
- Akranes - Reykjavík 07:00, 11:00 og 18:00.
Verðskrá
- Stök ferð 2.500 kr.
- Aldraðir, öryrkjar og börn (6-16 ára) 1.500 kr.
- Börn 0-5 ára Frítt
- Fram og tilbaka 4.000 kr.
- 20 miða kort (hver ferð 875) 17.500 kr.
- 20 miða kort aldraðir, öryrkjar og börn (hver ferð 500) 10.000 kr.
Athugið að hver fullorðinn má að hámarki taka með sér 4 börn. Börn undir 16 ára mega ekki ferðast án fylgdar fullorðinna (18 ára).
Vegna beiðna um sérferðir er fólk vinsamlega beðið að hafa samband í síma 856-0770 eða á netfangið akranes@seatours.is. Vakin er athygli á því að nánari upplýsingar má nálgast hér á facebook síðu Akranesferjunnar og einnig er hér í vinnslu heimasíða sem opnar fljótlega.