Tímamót í réttindabaráttu fatlaðs fólks
21.03.2024
Þeim markverða árangri var náð þann 20. Mars 2024 að fyrsta landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi var samþykkt á Alþingi. Er um að ræða 60 aðgerðir sem hafa þann tilgang að koma til framkvæmda ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á tímabilinu 2024-2027.
Er landsáætlunin afurð náins samráðs og samvinnu fatlað fólks, hagsmunasamtaka, stjórnvalda og almennings og eru sameiginleg ábyrgð tíu ráðuneyta.
Akraneskaupstaður fagnar þeim áfanga að nú liggi fyrir landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks og telur samþykkt hennar mikilvægt skref.