Fara í efni  

Tónleikar á aðventu í Tónlistarskólanum

Mynd frá opnun degi skólans á Vökudögum nú í ár.
Mynd frá opnun degi skólans á Vökudögum nú í ár.

Næstu tvær vikurnar verður fjöldi tónleika í Tónlistarskólanum á Akranesi, flestir þeirra með jólaívafi. Tónleikarnir eru haldnir ýmist í Tónbergi, sal skólans eða í anddyri Tónlistarskólans og ennfremur  í Vitanum og á Höfða. Íbúar Akraness eru hvattir til að líta við í Tónlistarskólanum sínum og njóta þess að heyra tónlistarflutning nemenda. Þessa vikuna verða eftirfarandi tónleikar á dagskrá:

  • 5. desember kl:18:00 Aðventutónleikar í anddyri Tónlistarskólans
  • 6. desember kl:18:00 Blandaðir Jólatónleikar í Tónbergi
  • 7. desember kl:18:00 Jólatónleikar í Akranesvita
  • 7. desember kl:19:30 Söngtónleikar í anddyri Tónlistarskólans
  • 8. desember kl:18:00 Píanótónleikar í Tónbergi

Tónleikarnir eru öllum opnir og kostar ekkert inn.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00