Fara í efni  

Útboð á úrgangsþjónustu á Akranesi 2024-2030

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í úrgangsþjónustu á Akranesi yfir 6 ára tímabil, frá 2024 til 2030. Verkkaupi verður búinn að dreifa ílátum fyrir 4 sorpflokka.
Um er að ræða 4 verkhluta:
- Heimili - sorphirða á 4 sorpflokkum á 6400 ílátum frá 3200 heimilum, viðhald sorpíláta.
- Grenndarstöðvar - útvegun gáma, hirðing og umsjón á 4 grenndarstöðva.
- Söfnunarstöðin Gáma - rekstur söfnunarstöðvar Gámu, útvegun gáma, þjónusta við notendur og ráðstöfun úrgangs frá stöðinni. Úrgangur frá stöðinni 3.200 tonn á ári.
- Stofnanir – sorphirða frá 21 stofnunum Akraneskaupstaðar.

Þjónustan skal hefjast 1. september 2024 og lýkur 6 árum síðar 31. ágúst 2030.
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá föstudeginum 15. mars 2024 í gegnum útboðsvef á slóðinni https://akranes.ajoursystem.net.
Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 föstudaginn 19. apríl 2024. Fundargerð opnunarfundar verður send öllum bjóðendum.
Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00