Fréttir
Bæjarstjórnarfundur 26. febrúar
23.02.2019
1288. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Katrín Jakobsdóttir heimsótti Akraness nú á dögunum
15.02.2019
Miðvikudaginn 13. febrúar síðastliðinn tóku bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og embættismenn Akraneskaupstaðar á móti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem var í embættisferð á Akranesi að heimsækja Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og Akraneskaupstað.
Lesa meira
Guðlaug tilnefnd til Steinsteypuverðlauna 2019
14.02.2019
Steinsteypufélag Íslands tilnefnir Guðlaugu til Steinsteypuverðlauna 2019 en alls bárust 13 tillögur og af þeim valdi félagið fimm mannvirki sem tilnefnd eru til verðlaunanna. Mannvirkin sem um ræðir eru Safnaðarheimilið við Ástjarnakirkju, Bláa lónið Resort....
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness um Vesturlandsveg um Kjalarnes
14.02.2019
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. febrúar var svohljóðandi bókun lögð fram og samþykkt einróma: „Bæjarstjórn Akraness varð fyrir miklum vonbrigðum þegar framkvæmdum við breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes var frestað í samgönguáætlun 2019-2023 og fjármunir sem ætlaðir voru til framkvæmdanna settir í önnur....
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness um sjóvarnargarð og hækkun Faxabrautar
14.02.2019
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. febrúar var svohljóðandi bókun lögð fram og samþykkt einróma:
„Bæjarstjórn Akraness telur það mikið sanngirnismál að ríkið greiði þann kostnað sem þarf í uppbyggingu Faxabrautar. Faxabraut er þjóðvegur í þéttbýli sem þarf að hækka og styrkja, bæði vegna ástands hans og þeirrar byggðar sem fyrirhugað er að reisa á Sementsreitnum.
Lesa meira
Opið hús hjá Slökkviliðinu
13.02.2019
Fimmtudaginn 14. febrúar frá kl. 17-19 verður opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar af tilefni 112 dagsins sem er haldinn þann 11. febrúar ár hvert. Slökkviliðið verður með æfingu, sýnir klippibúnað liðsins og verður m.a. bíll klipptur.
Lesa meira
Söltun á stígum og götum bæjarins
12.02.2019
Framkvæmdir
Veðurspá næstu daga bíður upp á hlýnandi veður en fer kólnandi þegar líður á vikuna. Starfsmenn áhaldahúss bæjarins vinna nú hörðum höndum við að salta stíga og helstu íbúagötur bæjarins, byrjað verður að salta við stofnanir og í framhaldinu farið um íbúagötur bæjarins. Minnum fólk á að fara gætilega í færðinni.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 12. febrúar
08.02.2019
1287. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á
Lesa meira
Tillaga um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna Grenjar H3
07.02.2019
Skipulagsmál
Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Grenjar H3 og breyting á deiliskipulagi grenja - Bakkatún 30-32 eru til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18 Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 7. febrúar n.k. til og með 27. mars 2019.
Lesa meira
Að sækja vatnið yfir lækinn - ráðstefna um nýsköpun, lifandi samfélag og öflugt atvinnulíf
31.01.2019
Ráðstefna undir heitinu "Að sækja vatnið yfir lækinn" verður haldin laugardaginn 23. mars næstkomandi í Tónbergi á Akranesi. Húsið opnar kl. 11:30 og hefst dagskrá kl. 12:00. Þema ráðstefnunar er nýsköpun, lifandi samfélag og öflugt atvinnulíf.
Lesa meira