Fréttir
Heitavatnslaust á Akranesi
17.12.2018
Heitavatnslaust verður mánudaginn 17. desember frá kl. 9.00 - 14.00, á Esjubraut 2-43, Esjuvöllum 1-22, Dalbraut 14-16, Þjóðbraut 11-13 og Skarðsbraut 17-19.
Lesa meira
Sterk fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar - 3,1 milljarður í fjárfestingar og framkvæmdir á næstu fimm árum
14.12.2018
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun 2020 til 2022 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness þriðjudaginn 11. desember síðastliðinn. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun samþykkt.
Lesa meira
Heitavatnslaust í hluta bæjarins vegna tengingar á stofnlögn hitaveitu
13.12.2018
Tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur: Vegna tengingar á stofnlögn hitaveitu fimmtudaginn 13. desember 2018 í hringtorgi við Esjubraut / Kalmansbraut á Akranesi verður heitavatnslaust í hluta bæjarins og lækkaður þrýstingur í hluta bæjarins.
Lesa meira
Breyting á akstursleið Akranesstrætó
12.12.2018
Tímabundnar breytingar standa yfir um þetta leyti eða þar til ársloka 2019 á meðan framkvæmdir eru við byggingu nýs fimleikahúss við Háholt/Vesturgötu. Breytingin felst í því að stoppistöð nr. 22 fer frá Háholti og á Vesturgötu og stoppistöð nr. 29a fer frá Merkigerði og á Vesturgötu.
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness um stórfellda uppbyggingu samgöngukerfisins með álagningu flýtigjalda
12.12.2018
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 11. desember var svohljóðandi bókun lögð fram og samþykkt einróma:„Bæjarstjórn Akraness fagnar þeirri viðhorfsbreytingu sem orðið hefur á Alþingi Íslendinga til stórfelldra samgöngubóta sem fyrirhugaðar eru á næstu árum og verða fjármagnaðar með álagningu flýtigjalda. Akurnesingar hafa verið í fararbroddi...
Lesa meira
Guðlaug á Langasandi formlega opnuð almenningi
08.12.2018
Í dag þann 8. desember var Guðlaug á Langasandi formlega opnuð almenningi við hátíðlega athöfn. Fjölmennt var við opnunina og var það Ragnar Baldvin Sæmundsson formaður skipulags- og umhverfisráðs Akraness sem flutti opnunarræðu. Að loknum ræðuhöldum var ekkert eftir nema að vígja laugina og voru það fulltrúar skipulags- og umhverfisráðs,
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 11. desember
07.12.2018
undur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. desember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á www.facebook.com/akraneskaupstadur.
Lesa meira
Opið hús - kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðal- og deiliskipulagi
04.12.2018
Opið hús - kynningarfundur verður fimmtudaginn 6. des. 2018 frá kl. 12.00 til 17.00 vegna fyrirhugaðra breytinga á aðal- og deiliskipulagi á eftirtöldu skipulagi:
•Aðal- og deiliskipulag Grenja hafnarsvæði H3, Bakkatúni 30-32
•Aðal- og deiliskipulag vegna Flóahverfis.
•Aðal- og deiliskipulagsbreyting vegna Smiðjuvallasvæðis.
Lesa meira
Frístundamiðstöðin Þorpið hlýtur Múrbrjótinn 2018
03.12.2018
Frístundamiðstöðin Þorpið á Akranesi og Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, þroskaþjálfi og aðjúnkt við Menntavísindasviðs HÍ hljóta Múrbrjótinn 2018 fyrir að hafa þróað tómstundastarf með margbreytilegum hópum sem byggir á samvinnu, þar sem allir geta tekið virkan þátt, tileinkað sér nýja þekkingu og öðlast ný sjónarhorn.
Lesa meira
Jólaljósin tendruð á 100 ára fullveldisafmæli Íslands
01.12.2018
Margt var um manninn á Akratorgi í dag þegar jólaljósin á Akratorgi voru tendruð við hátíðlega athöfn. Skólakór skipaður yngri nemendum Grundaskóla hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.
Lesa meira