Fréttir
Viljayfirlýsing undirrituð um samstarf í atvinnumálum fólks með skerta starfsgetu
18.05.2018
Fyrr í dag undirrituðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness, Guðrún Sigríður Gísladóttir frá Vinnumálastofnun Vesturlands, Inga Dóra Halldórsdóttir frá Starfsendurhæfingu Vesturlands, Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir frá Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Þórður Már Gylfason frá Sansa veitingar ehf. viljayfirlýsingu
Lesa meira
Opnunartími íþróttamannvirkja um hvítasunnuhelgina
17.05.2018
Opnunartími íþróttamannavirkja um hvítasunnuhelgina er eftirfarandi: Á Jaðarsbökkum er lokað sunnudaginn 20. maí og opið mánudaginn 21. maí frá kl. 09:00-18:00.
Lesa meira
Niðurrif á Sementsreit - opnun Faxabrautar
17.05.2018
Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á opnun Faxabrautar. Ástæður þess eru fok og hrunhætta er skapast hafa við rif Efnisgeymslunnar. Verið er að vinna að því að ná niður krana, bitum og því sem eftir ef af þaki Efnisgeymslunnar áður en Faxabraut verður opnuð aftur.
Lesa meira
Sumarnámskeið 2018
17.05.2018
Sumarnámskeið
Það verða fjölmörg sumarnámskeið í boði á Akranesi í sumar. Gera má ráð fyrir að upplýsingar um námskeiðin verði birt hér á sumarvefnum eigi síðar en 17.maí.
Lesa meira
Leikjanámskeið Þorpsins 2018
17.05.2018
Sumarnámskeið
Nú í sumar mun Frístundamiðstöðin Þorpið sjá um framkvæmd leikjanámskeiða fyrir börn sem eru fædd á árunum 2008-2012. Er þetta í fyrsta skipti sem Þorpið hefur umsjón með leikjanámskeiðum fyrir þennan aldurshóp. Boðið verður upp á vikunámskeið á tímabilinu 6.júní – 17.ágúst, alls 9 vikur. Sumarlokun verður frá 23. júlí - 7. ágúst.
Lesa meira
Sumarnámskeið Gaman-Saman 2018
17.05.2018
Sumarnámskeið
Í júnímánuði býður Frístundamiðstöðin Þorpið uppá sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára (2005-2007). Tímabilið er frá 12. júní - 30. júní. Námskeiðin fara fram í Frístundamiðstöðinni Þorpinu sem stendur við Þjóðbraut 13. Alls verða þrjú námskeið í sumar og verður boðið upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið.
Lesa meira
Viðurkenning fyrir störf í þágu barna
16.05.2018
Í tilefni af alþjóðlega degi fjölskyldunnar þann 15. maí var veitt viðurkenning fyrir störf í þágu barna og meðal þeirra sem fengu viðurkenningu var Vilborg Guðný Valgeirsdóttir sérkennslu- og aðstoðarleikskólastjóri í Vallarseli.
Lesa meira
Bláfáninn dreginn að húni á Langasandi í sjötta sinn
15.05.2018
Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem er veitt sem tákn um góða umhverfisstjórnun. Það var Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri frá Landvernd sem afhenti Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra fánann. Börn og starfsfólk frá Akraseli, Garðaseli og Grundaskóla voru viðstödd fánahyllinguna ásamt bæjarfulltrúum og starfsfólki Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Í sumar verður starfræktur Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar fyrir börn fædd 2006 - 2012. Skólastjóri verður Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari mfl.kvenna, þjálfari 2.fl.kv og þjálfari 6.fl.kv. Auk þeirra munu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna kíkja í heimsókn....
Lesa meira
Sumarnámskeið FIMA 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Fimleikafélag Akraness ætlar að bjóða upp á sumarnámskeið í sumar. Námskeiðin eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 7 til 12 ára og fara öll fram í æfingaaðstöðu félagsins við Dalbraut (gamla ÞÞÞ húsið).
Lesa meira