Fréttir
Fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar styrkist með hverju ári sem líður
25.04.2018
Ársreikningur Akraneskaupstaðar var lagður fram í bæjarráði mánudaginn 19. apríl síðastliðinn og var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fór fram þann 24. apríl. „Ljóst er að Akraneskaupstaður hefur fulla ástæðu til þess að vera sveitarfélag í sókn. Fjárhagsstaða bæjarins styrkist með hverju ári sem líður og á næstu árum munum við sjá afköst þess...
Lesa meira
Lokið - Fimleikahús á Akranesi
24.04.2018
Útboð
Útboði er lokið.
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í byggingu á fimleikahúsi við íþróttahúsið að Vesturgötu 130. Skila skal verkinu fullbúnu að utan sem innan fyrir 12. júlí 2019.
Lesa meira
Lokið - Kynningarfundur um skipulagsmál - Akraneshöfn og Grenjar hafnarsvæði
24.04.2018
Skipulagsmál
Almennur íbúafundur verður haldinn í bæjarþingsalnum þriðju hæð að Stillholti 16-18, miðvikudaginn 2. maí næstkomandi og hefst hann kl. 18:00. Kynntar verða breytingar á aðal- og deiliskipulagi eftirfarandi svæða:
Lesa meira
Óskað er eftir tillögum um bæjarlistamann Akraness árið 2018
20.04.2018
Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2018. Hér má sjá hverjir hafa verið kjörnir bæjarlistamenn Akraness í gegnum árin.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 24. apríl
20.04.2018
1273. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 24. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Dagur umhverfisins og árleg vorhreinsun
18.04.2018
Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness vilja hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins af tilefni degi umhverfisins þann 25. apríl næstkomandi.
Lesa meira
Framtíð sementsstrompsins – við viljum fá þitt álit
18.04.2018
Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl síðastliðinn að láta fara fram ráðgefandi skoðanakönnun meðal íbúa Akraness um framtíð sementsstrompsins á Akranesi. Hægt verður að kjósa til og með 24. apríl næstkomandi og verður niðurstaða kosningarinnar lögð fyrir bæjarráð þann 26. apríl.
Lesa meira
Opnunartími á Jaðarsbökkum næstu daga
18.04.2018
Vegna konukvöld Knattspyrnufélagsins verða þreksalir að Jaðarsbökkum lokaðir frá kl. 19:00 í dag þann 18. apríl og sömuleiðis vegna karlakvölds Knattspyrnufélagsins föstudaginn 20. apríl frá kl. 19:00. Íþróttamiðstöðin á Jaðarsbökkum er síðan opin á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl frá kl. 9-18. þróttahúsið á Vesturgötu er lokað þennan dag.
Lesa meira
Framkvæmdir við Stillholt 21 - tilkynning til nærliggjandi íbúa og fyrirtækja
17.04.2018
Í dag þann 17. apríl hefjast framkvæmdir við niðurrekstur staura vegna fjölbýlishúss við Stillholt 21. Um er að ræða 115 staura sem reknir eru niður með höggorku.
Lesa meira
Lokið - Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í leigu á landi undir rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík á Akranesi
13.04.2018
Útboð
Útboði er lokið.
Um er ræða leigu á landi í Kalmansvík sem nýtt er til reksturs tjaldsvæðis. Árlegur opnunartími á tjaldsvæðinu er að öllu jöfnu frá 1. maí til 1. október ár hvert. Stefnt er að nýr leigutaki taki við svæðinu fyrir opnun í ár. Samningstímabil er tvö ár og er gefinn kostur á framlengingu óski leigutaki/leigusali eftir því.
Lesa meira