Fara í efni  

Fréttir

Niðurrif efnisgeymslu framundan – Faxabraut lokað

Fréttin uppfærð 18. apríl 2018: Faxabrautin verður lokuð lengur en fram kemur í fyrri frétt hér fyrir neðan. Send verður út sérstök tilkynning þegar hún opnar á ný. Verktaki er vinnur að niðurrifi Sementsverksmiðjunnar áformar að taka niður efnisgeymslu Sementsverksmiðjunnar næstu daga.
Lesa meira

Breyting á tómstundaframlagi

Um áramót voru gerðar breytingar á tómstundaframlagi Akraneskaupstaðar vegna frístundaiðkunar barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára sem hafa lögheimili á Akranesi. Framlagið var hækkað og er tómstundaframlagið kr. 35.000 fyrir eitt barn, kr. 39.375 fyrir tvö börn og kr. 44.479 fyrir þrjú eða fleiri.
Lesa meira

Opinn vinnufundur um menningarstefnu Akraneskaupstaðar

Að undanförnu hefur verið unnið að mótun menningarstefnu Akraneskaupstaðar og er stefnt að því að ný stefna líti dagsins ljós í næsta mánuði. Forstöðumaður menningar- og safnamála hefur stýrt verkefninu fyrir hönd menningar- og safnanefndar sem hefur unnið að verkefninu frá upphafi. Þá hafa ýmsir aðilar úr stjórnsýslu og menningarstofnunum kaupstaðarins jafnframt komið að vinnunni auk ráðgjafa frá Expectus.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 10. apríl

1272. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 10. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira

Verkefnið vitastígur fær 11,1 m.kr. í styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur veitt Akraneskaupstað styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða samtals 11,1 milljónir króna vegna verkefnisins „Vitastígur á Breið“.
Lesa meira

Lokið - Útboð á byggingarrétti á Dalbrautarreit

Útboði er lokið. Akraneskaupstaður leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt á fjórum lóðum á Dalbrautarreit á Akranesi þ.e. lóðunum Dalbraut 4, Dalbraut 6, Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5. Byggingarréttur á hverri lóð fyrir sig er boðinn til sölu.
Lesa meira

Ágústa Rósa ráðin nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar

Ágústa Rósa Andrésdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja á Akranesi.
Lesa meira

Lokið - Óskað eftir tilboðum í verkið: Ketilsflöt – Kalmansbraut á Akranesi Gatnagerð - gönguþverun

Útboði er lokið. Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í gatnagerð á Ketilsflöt og gerð gönguþverana á Ketilsflöt og Kalmansbraut á Akranesi.
Lesa meira

Skemmtileg umfjöllun um nýja frístundamiðstöð hjá golfvellinum í Landanum

Í 21. þætti af Landanum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi þann 25. mars, var skemmtilegt innslag um framkvæmdir á nýrri frístundamiðstöð við golfvöllinn á Akranesi. Þessa dagana ganga framkvæmdir við nýja frístundamiðstöð vel og hjálpar gott veðurfar.
Lesa meira

Páskaopnun Akraneskaupstaðar

Opnunartími hjá Akraneskaupstað yfir páskana er eftirfarandi...
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00