Fréttir
Jólaljósin tendruð á Akratorgi í dag
02.12.2017
Margt var um manninn á Akratorgi í dag þegar jólaljósin á Akratorgi voru tendruð við hátíðlega athöfn. Skólakór skipaður yngri nemendum Grundaskóla hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.
Lesa meira
Aðventustemning á Akranesi um helgina
01.12.2017
Það verður sannkölluð aðventustemning á Akranesi um helgina. Aðventutónleikar í Akranesvita klukkan 14:00 þar sem hjónin Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævarsson flytja létta tóna. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Jólaljósin á Akratorgi verða tendruð við hátíðlega athöfn kl. 16:30. Skólakór Grundaskóla mun flytja nokkur vel valin jólalög
Lesa meira
Gatnagerðargjöld breytast hjá Akraneskaupstað og færast nær framkvæmdakostnaði við gatnagerð
28.11.2017
Akraneskaupstaður hefur ákveðið að færa gatnagerðargjöld og tengigjöld fráveitu nær framkvæmdakostnaði við gatnagerð. Í dag vantar um 20% til 60% upp á, til að því markmiði sé náð. Með meðaltalshækkun á gjaldskrá fyrir lóðir í Skógahverfi I og II og atvinnulóðum í Flóahverfi upp á 23% mun þessi munur verða..
Lesa meira
Líflegur fundur með bæjarstjórn unga fólksins
27.11.2017
Þann 21. nóvember kom bæjarstjórn unga fólksins saman til fundar í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar ásamt fulltrúum bæjarstjórnar, bæjarstjóra og starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar stýrði fundinum. Bæjarfulltrúar að þessu sinni voru Ísak Örn Elfarsson f.h. nemendafélags...
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 24. nóvember
24.11.2017
1264. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur lokið í bili
23.11.2017
Áætlunarsiglingar hófust milli Akraness og Reykjavíkur þann 19. júní síðastliðinn. Um var að ræða tilraunaverkefni sem átti að standa til sex mánaða en lauk mánuði fyrr þar sem ferjan var seld af eigendum hennar til Spánar. Sæferðir Eimskip sáu um rekstur ferjunnar
Lesa meira
Tenglar Alzheimersamtakanna á Akranesi
18.11.2017
Nýir tenglar Alzheimersamtakanna á Akranesi tóku formlega við hlutverki sínu þann 15. nóvember síðastliðinn. Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri í heimaþjónustu er fulltrúi fagaðila og Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála er fulltrúi aðstandenda. Hlutverk tengla er að vinna að markmiðum...
Lesa meira
Grundaskóli hlýtur viðurkenningu íslenskrar málnefndar árið 2017
18.11.2017
Á Málræktarþingi 2017 sem fram fór í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 15. nóvember síðastliðinn hlaut Grundaskóli á Akranesi sérstaka viðurkenningu fyrir árangursríkt starf tengt kennslu í ritun og vinnu tengt tungumálinu okkar.
Lesa meira
Framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi - opnir súpufundir
17.11.2017
Hvernig vilt þú sjá framtíðarþróun ferðamála á þínu svæði? Opnir súpufundir um framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi verða haldnir núna í nóvember. Fundirnir eru frá kl. 17:00 til 20:00 og hvetjum við Skagamenn til þess að vera með og leggja sitt af mörkum í stefnumótun ferðamála á Vesturlandi. Skráning fer fram hér!
Lesa meira
Nýtt gervigras og lýsing endurbætt í Akraneshöll
13.11.2017
Síðastliðið sumar hófust framkvæmdir við endurnýjun á gervigrasi í Akraneshöll. Umsjónaraðili verksins var Metatron ehf. og lauk framkvæmdum í lok ágúst. Framkvæmdin fólst fyrst og fremst í því að fjarlægja eldra gervigras, sand og gúmmí. Gervigrasið sem var fjarlægt er frá árinu 2006 og var það fyrirtækið...
Lesa meira