Fara í efni  

Fréttir

Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Ritverkið er hluti af verkefninu Natura Ísland, en það snýst aðallega um að skilgreina, kortleggja útbreiðslu og meta verndargildi vistgerða, platna og dýra og tilgreina net verndarsvæða á grunni þeirrar vinnu...
Lesa meira

Vígsla pottasvæðis á Jaðarsbökkum

Laugardaginn 26. ágúst síðastliðinn var nýtt pottasvæði á Jaðarsbökkum formlega opnað. Þeir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Þórður Guðjónsson formaður skóla- og frístundaráðs vígðu svæðið með því að klippa á borða og buðu fyrstu gesti dagsins velkomna. Ókeypis var í sund alla helgina og fengu gestir ís að loknu sundi í boði Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Samningur um byggingu Guðlaugar við Langasand

Þann 22. ágúst síðastliðinn var samningur um byggingu Guðlaugar við Langasand undirritaður. Verktaki er Ístak ehf. og munu þeir taka að sér að reisa Guðlaugu á Jaðarsbökkum við Langasand samkvæmt hönnun Basalt arkitekta og Mannvits verkfræðistofu. Rafþjónusta Sigurdórs og Pípulagningaþjónustan...
Lesa meira

90 ára afmæli Bifreiðastöðvar ÞÞÞ

Bifreiðastöð ÞÞÞ fagnaði 90 ára afmæli þann 23. ágúst síðastliðinn. Af gefnu tilefni færðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs forsvarsmönnum ÞÞÞ gjöf sem samanstóð af málverki frá Bjarna Þór og blómvendi frá Model. „Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar hefur verið...
Lesa meira

Vetraropnun í Bjarnalaug

Bjarnalaug er opin almenningi í vetur alla laugardaga milli kl 10:00 og 13:00. Fyrsta opnun verður laugardaginn 27. ágúst næstkomandi. Bjarnalaug er 12,5 m innilaug með heitum potti sem staðsettur er í laugargarði utandyra. Bjarnalaug er einstaklega skemmtileg sundlaug og til gamans má geta þess að Bjarnalaug...
Lesa meira

Kennsla hefst í Tónlistarskólanum á Akranesi þann 28. ágúst næstkomandi

Í vetur verður boðið upp á forskólakennslu í Brekkubæjarskóla og Grundarskóla í beinu framhaldi af skóladegi barnanna. Standa vonir til að fleiri sjái sér þá fært að veita börnunum sínum tækifæri til að kynnast ævintýraheimi tónlistarinnar en forskólinn er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólans...
Lesa meira

Skagamenn létu ljós sitt skína á Menningarnótt

Það fór eflaust ekki framhjá neinum að Menningarnótt var haldin í Reykjavík um síðastliðna helgi og var Akraneskaupstaður sérstakur heiðursgestur þeirrar hátíðar í ár. Framlag Akraness til Menningarnætur var sýningin Af bæ í borg í húsnæði Messans við Grandagarð 8. Á sýningunni komu bæjarlistamenn Akraness frá upphafi saman ...
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 22. ágúst

1258. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 22. ágúst kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Unnið hefur verið að lausn á skorti á dvalarplássum hjá dagforeldrum

Í byrjun ágústmánaðar kom í ljós að starfsemi tveggja dagmæðra á Akranesi verður ekki eins og til stóð næsta vetur. Önnur dagmæðranna ákvað með litlum fyrirvara að hverfa til annarra starfa en hins vegar fékkst ekki leyfi til að starfrækja dagvistun tveggja dagmæðra í sama fjölbýlishúsinu....
Lesa meira

Af bæ í borg - Akranes heiðursgestur á Menningarnótt

„Það er mikill heiður fyrir Akraneskaupstað að vera valin heiðursgestur menningarnætur í ár" sagði Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á blaðamannafundi um Menningarnótt 2017 sem haldinn var fyrr í dag um borð í ferjunni Akranes. Fulltrúar Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar komu þar saman í dag og kynntu fyrirhugaða dagskrá Menningarnætur
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00