Fréttir
Akranes keppir í Útsvari
11.04.2017
Annað kvöld, þann 12. apríl munu fulltrúar Akraness keppa í Útsvari við Kópavogsbæ. Munið að stilla yfir á Rúv kl. 20.35 og hvetja okkar fólk áfram. Vekjum athygli á því að gestir í sal eru velkomnir. Mæting er hálftíma áður en þátturinn hefst að Efstaleiti 1.
Lesa meira
Dixon-oktettin tók þátt í lokahátíð Nótunnar 2017
11.04.2017
Dixon-oktettin frá Tónlistarskólanum á Akranesi tók þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu þann 2. apríl síðastliðinn. Hópurinn fékk verðlaun fyrir framúrskarandi flutning og var eitt af tíu atriðum...
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 11. apríl
07.04.2017
1252. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Auglýst eftir umsóknum í viðhaldssjóð fasteigna á Akranesi
31.03.2017
Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar auglýsir eftir umsóknum í viðhaldssjóð fasteigna á Akranesi. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á ytra byrði húsnæðis eða öðrum mannvirkjum á Akranesi til að bæta ásýnd ákveðinna svæða í umdæmi Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Ný þjónustuhús á Breið verða tekin í notkun í maí
31.03.2017
Framkvæmdir eru hafnar niður á Breið við Akranesvita fyrir ný þjónustu- og salernishús. Húsin voru nýlega flutt á Breið og stefnt er að taka þau í notkun í maí. Unnið er að því að grafa fyrir lögnum í húsin, bæði rafmagn- og vatnslögnum og í kjölfarið verður svæðið hreinsað, pallur byggður fyrir framan húsin og bekkir settir niður fyrir gesti
Lesa meira
Skaginn 3x hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands
31.03.2017
Fyrirtækið Skaginn 3x á Akranesi hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 á Nýsköpunarþingi sem fram fór á Grand Hótel í gær þann 30. mars. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra færði Ingólfi Árnasyni framkvæmdastjóra Skagans nýsköpunarverðlaunin sem eru veitt af Rannís, Íslandsstofu,
Lesa meira
Viljayfirlýsing bæjarstjórnar til stjórnar HB Granda
28.03.2017
Á fundi bæjarstjórnar Akraness, sem hófst kl. 17 í dag þann 28. mars, var svohljóðandi viljayfirlýsing einróma samþykkt meðal bæjarfulltrúa...
Lesa meira
Málþing um skjánotkun
28.03.2017
Fimmtudaginn 23. mars síðastliðinn stóð félagsmiðstöðin Arnardalur, í samvinnu við Brekkubæjar- og Grundaskóla, fyrir málþingi um skjánotkun í frítíma. Með skjánotkun var þá átt við notkun á tölvu, sjónvarpi og snjallsíma. Þátttakendur voru á aldrinum 12-16 ára úr báðum skólum, alls 36 talsins.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 28. mars
24.03.2017
1251. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Aukin þjónusta leikskóla yfir sumartímann
23.03.2017
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 21. mars síðastliðinn að leikskólar á Akranesi loki aðeins í þrjár vikur yfir sumartímann í stað fimm. Síðastliðin ár hafa leikskólarnir lokað í fimm vikur yfir sumarið og einn leikskóli tekið að sér rekstur tveggja vikna sumarskóla fyrir alla leikskólana.
Lesa meira