Fréttir
Ljósmyndasýningin Farið á fjörur í Akranesvita í sumar
16.06.2017
Á Sjómannadaginn, 11. júní s.l., var ljósmyndasýning Hildar Björnsdóttur, Farið á fjörur, opnuð í Akranesvita. Við opnunina lék tónelska fjölskyldan Travel Tunes Iceland nokkur lög. Sýningin sem er á hæðum tvö til fjögur, mun prýða veggi vitans til 10. september. Næstkomandi sunnudag, þann 18. júní, kl. 13:00 mun Hildur bjóða upp á listamannaspjall í vitanum og eru allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira
Áætlunarsiglingar á milli Akraness og Reykjavíkur
14.06.2017
Áætlunarsiglingar á milli Reykjavíkur og Akraness hefjast mánudaginn 19. júní næstkomandi. Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður ákváðu að fara í þetta tilraunaverkefni í sex mánuði enda hefur eftirspurn verið mikil eftir slíkum ferðum. Sæferðir Eimskip reka ferjuna...
Lesa meira
Skemmtileg dagskrá á 17. júní
14.06.2017
Glæsileg hátíðardagskrá er fyrir alla fjölskylduna á 17. júní. Dagurinn hefst með þjóðlegum morgni á Byggðasafninu þar sem gestir í þjóðbúningi fá óvæntan glaðning. Sýningin Keltnesk arfleið er opin í Guðnýjarstofu og ýmislegt verður gert fyrir börnin, s.s. andlitsmálun og teymt verður undir börnin. Aðgangur er ókeypis á Byggðasafnið þennan dag.
Lesa meira
Akraneskaupstaður fær björgunarhringi
13.06.2017
Á Sjómannadaginn, þann 11. júní síðastliðinn, færði Slysavarnardeildin Líf Akraneskaupstað tvo björgunarhringi að gjöf. Björgunarhringirnir eru staðsettir við Skarfavör og hjá vitunum tveimur. Slysavarnardeildin líf vill með þessari gjöf stuðla að bættum öryggismálum á svæðinu í ljósi fjölgunar ferðamanna til Akraness...
Lesa meira
Úthlutun styrkja úr viðhaldssjóði fasteigna
12.06.2017
Þann 12. júní var formlega úthlutað styrkjum úr viðhaldssjóði fasteigna. Þetta er í annað sinn sem Akraneskaupstaður veitir styrki af þessum toga og í ár voru það ellefu aðilar sem fengu úthlutað styrkjum til viðhaldsverkefna. Heildarupphæð þeirra styrkja er kr. 9.100.000. Það var bæjarráð sem samþykkti þann..
Lesa meira
Skemmtileg dagskrá á Sjómannadaginn
10.06.2017
Sunnudaginn 11. júní verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Akranesi. Dagurinn hefst með minningarstund í kirkjugarðinum og sjómannadagsmessu í Akraneskirkju. Að lokinni athöfn er lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna á Akratorgi.
Lesa meira
Framkvæmdir í Akranesvita
07.06.2017
Um þessar mundir sinnir Vegagerðin framkvæmdum í Akranesvita, að innan sem og að utan. Framkvæmdir hófust í lok maí og búið er að mála veggi innandyra, ljósahúsið og stigann. Á morgun er stefnt að því að vitinn verði múrkústaður að utan. Að sögn Ingvars Hreinssonar verkstjóra hafa framkvæmdir gengið vel
Lesa meira
Skemmtiferðaskipið To Callisto afboðar komu sína til Íslands
07.06.2017
Í dag þann 7. júní 2017, barst Akraneskaupstað þær upplýsingar frá Faxaflóahöfnum að skemmtiferðaskipið To Callisto mun ekki koma til Íslands í ár. Áætlað var að To Callisto væri með 14 skipakomur þetta árið á Akranesi og 8 skipakomur í Reykjavík.
Lesa meira
Sýningin Álfabækur á bókasafni Akraness
03.06.2017
Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Gulli Ara (Guðlaugur Arason) sýnir myndverkin sín Álfabækur á Bókasafni Akraness um þessar mundir. Sýningin opnaði föstudaginn 2. júní og verður opin alla virka daga frá kl. 12-18 út júnímánuð. Sýningin hefur farið víða um land og hefur hlotið einróma lof.
Lesa meira
Niðurstöður rannsóknar á högum og líðan nemenda á miðstigi
02.06.2017
Á opnum fundi skóla- og frístundaráðs þriðjudaginn 30.maí síðastliðinn voru kynntar niðurstöður rannsóknar á högum og líðan nemenda í 5., 6. og 7. bekk grunnskólanna á Akranesi. Skýrslan fjallar um ýmsa þætti í lífi barnanna eins og líðan í skóla, stríðni, tölvuleikjanotkun, ástundun íþrótta og samveru með
Lesa meira