Fara í efni  

Fréttir

Sólmyrkvinn á Akranesi

Um kl. 9:30 í morgun var orðið fjölmennt bæði við Breiðina og á Langasandi á Akranesi en á báðum stöðum var hópur fólks samankominn til að fylgjast með sólmyrkvanum. Sólmyrkvi myndast þegar tunglið fer á milli sólar og jarðar þannig að það varpar skugga á jörðina og sólin myrkv­ast að hluta eða í heild frá..
Lesa meira

Göngustígur lokaður frá Akraneshöll að Sólmundarhöfða

Framkvæmdir eru að hefjast við sjóvarnargarð með Langasandi þ.e. frá Merkjaklöpp að Sólmundarhöfða. Áætlaður framkvæmdatími er u.þ.b. 3 vikur. Óhjákvæmilegt er loka fyrir almenna umferð um svæðið meðan verkið stendur yfir og verður því göngustígurinn lokaður frá Akraneshöll að...
Lesa meira

Umferðaröryggi á Akranesi – ábendingar óskast

Undirbúningur að gerð umferðaröryggisáætlunar fer nú fram hjá Akraneskaupstað. Óskað er eftir ábendingum um atriði sem stuðlað geta að bættu öryggi í bæjarumferðinni, bæði fyrir gangandi, hjólandi og akandi.
Lesa meira

Akratorg tilnefnt til Menningarverðlauna DV

Landmótun sem er teiknistofa landslagsarkitekta og verkfræðistofan Verkís fengu nýlega Íslensku lýsingarverðlaunin fyrir Akratorg og nú hefur Landmótun verið tilnefnt til Menningarverðlauna DV í flokknum Arkitektúr. Menningarverðlaunin verða afhent þriðjudaginn 24. mars næstkomandi í Iðnó og alls eru 45...
Lesa meira

Kynningarfundur vegna skipulagslýsingar Þjóðvegar 13-15

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu fyrir gerð aðalskipulagsbreytinga og gerð deiliskiplags Miðvogslækjarsvæðis vegna lóða nr. 13 -15, skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Akraneskaupstaður og Golfklúbburinn Leynir undirrita framkvæmdarsamning

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis undirrituðu framkvæmdarsamning þann 15. mars síðastliðinn vegna Íslandsmótsins í golfi sem haldið verður á Akranesi í sumar. Undirritunin átti sér stað síðastliðinn laugardag en Leynir hélt upp á 50 ára...
Lesa meira

Eurovision lagið tekið upp í Sementsverksmiðjunni

Í lok febrúar sl. fóru fram tökur á myndbandinu við lagið Unbroken sem er framlag Íslands til Eurovision í ár. Upptakan fór fram að hluta til ofnhúsinu í Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Það er fyrirtækið IRIS Iceland sem sá um upptöku og gerð myndbandsins...
Lesa meira

Skemmtilegir viðburðir framundan hjá Tónlistarskólanum á Akranesi

Föstudaginn 13. mars heldur Karlakórinn Heimir tónleika í Tónbergi undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er miðasala í gangi í Versluninni Bjargi en einnig verður hægt að fá miða á staðnum. Miðaverð er kr. 3500.
Lesa meira

Opinn kynningarfundur um Sóknaráætlun Vesturlands

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir kynningarfundi um Sóknaráætlun Vesturlands í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, 3. hæð, mánudaginn 16. mars kl.17.00.
Lesa meira

Söngleikurinn Úlfur Úlfur slær öll met

Söngleikurinn Úlfur Úlfur, eftir þá Einar Viðarsson, Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson, var frumsýndur 28. febrúar sl. í Bíóhöllinni á Akranesi á vegum nemenda í unglingadeild Grundaskóla. Uppselt hefur verið á allar sýningar söngleiksins og búið er að bæta við þremur aukasýningum.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00