Fara í efni  

Akraneskaupstaður og Golfklúbburinn Leynir undirrita framkvæmdarsamning

Frá vinstri: Einar, Regína, Guðmundur og Þórður
Frá vinstri: Einar, Regína, Guðmundur og Þórður

Regína Ásvaldsdóttir og Guðmundur SigvaldasonRegína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis undirrituðu framkvæmdarsamning þann 15. mars síðastliðinn vegna Íslandsmótsins í golfi sem haldið verður á Akranesi í sumar. Undirritunin átti sér stað síðastliðinn laugardag en Leynir hélt upp á 50 ára afmæli sitt með afmælisveislu í golfskálanum.

Með samningi þessum vill Akraneskaupstaður styðja við undirbúning mótsins en það er stærsti viðburður sumarsins á meðal bestu kylfinga landsins og mikið lagt upp úr umgjörð mótsins á allan máta. Samningurinn felur í sér endurbætur á göngustígum, teigum og mannvirkjum, þurrkun vallarins og uppsetning á búnaði. Framlag Akraneskaupstaðar samkvæmt samningnum hljóðar upp á 2 milljónir króna. Árlega veitir Akraneskaupstaður golfklúbbnum rekstrarstyrk sem nemur rúmlega 8 milljónum króna auk þess sem þriggja ára samningur er í gildi vegna byggingar vélaskemmu og hefur framlag Akraneskaupstaðar numið 8 milljónum króna á ári í þrjú ár. Ljósmyndir með fréttinni eru í eigu golfklúbbsins. 

Samninginn er að finna hér 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00