Fara í efni  

Alþjóðlegur dagur einhverfu

Blár dagur í Grundaskóla.
Blár dagur í Grundaskóla.

Í dag, þann 10. apríl er haldið upp á bláan dag víðsvegar á landinu í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar sem var 2. apríl síðastliðinn.  Á síðu styrktarfélags barna með einhverfu er hvatt til þess að foreldrar sendi börnin bláklædd í skólann þar sem blár er alþjóðlegur litur einhverfu. Þar segir að rétt eins og blæbrigði bláa litarins eru birtingarmyndir einhverfu óteljandi því hver einstaklingur hefur sinn stað á einhverfurófinu með öllum þeim áskorunum sem því fylgja.  

Á Akranesi voru fjölmörg börn í bláum fötum í skólanum, vinnustaðir voru með blátt þema og einnig ljómaði Akratorg í bláum lit.

Það má því segja að á Akranesi sé fjölbreytileikanum fagnað í dag. 

Blár dagur á Akranesi.

Skoða fleiri myndir hér


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00