Fara í efni  

Fréttasafn

Myndlistarsýningin Flæði í Guðnýjarstofu

Laugardaginn 28. mars sl. opnaði myndlistarhópurinn Mosi myndlistarsýninguna Flæði í Guðnýjarstofu, Safnaskálanum að Görðum. Mosi myndlistarhópur samanstendur af ellefu myndlistarmönnum sem koma saman einu sinni í viku til að mála, ræða myndlist, gagnrýna og fá ráðleggingar hvert hjá öðru.
Lesa meira

Ókeypis námskeið í tölvuleikjaforritun fyrir nemendur og foreldra 7.-10. bekkjar

Grunnskólarnir á Akranesi bjóða nemendum í 7.-10. bekk og foreldrum þeirra upp á ókeypis námskeið í tölvuleikjaforritun fyrir byrjendur. Leiðbeinendur eru þær Hjördís Dögg Grímarsdóttir, Nanna María Elfarsdóttir og Friðrika Ýr Einarsdóttir kennarar í grunnskólunum á Akranesi. Námskeiðið er hluti af...
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýstu nýlega eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands sem kemur í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Styrkir úr sjóðnum eru veittir í eftirfarandi verkefni:
Lesa meira

Tilnefningar til bæjarlistamanns Akraness 2015

Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar ákvað á 11. fundi sínum 31. mars sl. að opna fyrir tilnefningar og er þar almenningi gefinn kostur á að taka þátt í að tilnefna næsta bæjarlistamann Akraness.
Lesa meira

Umsóknarfrestur framlengdur til 23. apríl

Umsóknarfrestur til styrkja vegna viðhalds fasteigna á Akranesi hefur verið framlengdur til 23. apríl næstkomandi. Með umsókninni skal fylgja greinargóð verklýsing/teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum ásamt kostnaðaráætlun. Fyrirspurnir skulu berast til skipulags- og umhverfissviðs í síma 433 1000 eða í...
Lesa meira

Störf við liðveislu laus til umsóknar

Um er að ræða hlutastörf í liðveislu með fötluðum börnum / unglingum. Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 20 ára og hafi þekkingu á málefnum fatlaðra barna og/eða reynslu af vinnu með börnum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bílpróf og hafi aðgang að bíl.
Lesa meira

Laus störf í Leikskólanum Vallarseli

Vallarsel er tónlistarleikskóli ásamt því að gera frjálsa leiknum hátt undir höfði. Á Vallarseli eru 6 deildir með 145 börnum og glöðum og jákvæðum hópi 36 starfsmanna. Kjörorð leikskólans er: „Syngjandi glöð í leik og starfi“.
Lesa meira

Páskaopnun Akraneskaupstaðar

Opnunartími hjá Akraneskaupstað yfir páskana er eftirfarandi: Minnum einnig á að skipulagsdagur er hjá öllum skólum Akraneskaupstaðar þann 7. apríl.
Lesa meira

Kynningarefni um Akranes verður í markaðskerfi Icelandair

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. mars sl. að ganga til samninga við Icelandair um gerð og birtingu á kynningarefni um Akranes í markaðskerfi Icelandair. Um er að ræða kynningu í sjónvarpsþáttunum Unique Iceland sem eru sýndir um borð í flugvélum Icelandair, kynningu á vefsíðu og fréttablaði...
Lesa meira

Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana

Guðrún Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vesturlandi, Þórdís Ingibjartsdóttir atvinnumálafulltrúi frá Fjöliðjunni og Thelma Sigurbjörnsdóttir forstöðumaður Starfsendurhæfingar Vesturlands mættu á skrifstofu bæjarstjóra í dag og afhentu Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra grip sem er til þess gerður...
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00