Fréttasafn
Laust starf deildarstjóra skóladagvistar í Brekkubæjarskóla
14.06.2016
Brekkubæjarskóli auglýsir laust starf deildarstjóra skóladagsvistar. Um er að ræða 75% stöðu sem er laus frá 1. ágúst 2016. Laun eru samkvæmt Samninganefnd sveitarfélaga (SNS) og viðkomandi stéttarfélags.
Lesa meira
Laust starf leikskólakennara í leikskólanum Teigaseli
14.06.2016
Leikskólakennara óskast til starfa í leikskólann Teigasel. Um er að ræða 100% stöðu til fastráðningar sem er laus frá 8. ágúst 2016. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.
Lesa meira
Laust starf leiðbeinanda í leikskólanum Garðaseli
14.06.2016
Laus er til umsóknar 50 % starf leiðbeinandi í afleysingar. Vinnutími er frá kl. 9.00-13.00 og er staðan laus frá og með 8. ágúst 2016. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og stéttarfélaga leiðbeinenda.
Lesa meira
Antikmarkaður og húllafjör á Akratorgi
10.06.2016
Það er margt um að vera á Akranesi um helgina. Á Akratorgi á laugardag verður Antikmarkaður frá kl. 12 - 16. Ef þú hefur gaman af gömlum hlutum þá er um að gera sér ferð á Akratorg. Á torginu verður einnig námskeið í hvernig á að húlla eins og meistari frá kl. 14 - 16, endilega kíktu og lærðu þessa tignarlegu list.
Lesa meira
Norðurálsmót 2016
10.06.2016
Mikil fagnaðarlæti voru fyrir utan bæjarskrifstofur Akraness í morgun. Setning Norðurálsmótsins hófst með kraftmikilli skrúðgöngu frá bæjarskrifstofunni að Akraneshöllinni þar sem fjöldi liða víðs vegar af landinu er komið hér saman til að keppa í fótbolta.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 14. júní
10.06.2016
1236. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. júní kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Jaðarsbakkalaug - Norðurálsmót 10. til 12. júní 2016
10.06.2016
Vegna Norðurálsmótsins verður sundlaugin á Jaðarsbökkum opin fyrir almenning sem hér segir:
Lesa meira
Daglegir tónleikar í Akranesvita í sumar
09.06.2016
Á virkum dögum í sumar verður boðið upp á daglega tónleika í Akranesvita. Fram koma 14-16 ára nemendur við Tónlistarskólann á Akranesi sem spila á þverflautu, blokkflautu, klarinett og gítar...
Lesa meira
Tilkynning um afgreiðslu á tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Breiðarsvæðis, Breiðargötu 8, 8A og 8B.
07.06.2016
Skipulagsmál
Á fundi sínum 24. maí síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akraness breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis. Í samræmi við ákvæði 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun til meðferðar. Í kjölfarið á afgreiðslu Skipulagstofnunar....
Lesa meira
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis H3 – Krókatún 22-24
06.06.2016
Þátttaka
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 24. maí 2016 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis H3 – Krókatún 22-24 skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira