Fara í efni  

Fréttasafn

Umsóknir um stöðu skólastjóra Grundaskóla

Akraneskaupstaðar auglýsti starf skólastjóra Grundaskóla í byrjun febrúar. Umsóknarfrestur rann út þann 29. febrúar síðastliðinn og voru umsækjendur sex talsins en einn umsækjandi dró umsóknina tilbaka. Ráðningarferli stendur yfir um þessar mundir en það er ráðningarstofan Capacent sem sér um úrvinnslu umsókna í samstarfi við bæjaryfirvöld.
Lesa meira

Írskir vetrardagar

Írskir vetrardagar verða haldnir 17. til 20. mars næstkomandi. Menningar- og safnanefnd samþykkti á s.l. ári að undirbúa nýjung í menningarlífi Akraness og halda Írska vetrardaga. Markmiðið er að tengjast Írlandi enn frekar, meðal annars í gegnum bókmenntir og tónlist. Fimmtudagurinn 17. mars, dagur heilags ...
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 8. mars

1229. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 8. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Opnunartímar í Akranesvita fram í apríl

Vakin er athygli á því að Akranesviti verður opinn á fimmtudögum og þriðjudögum frá kl. 11-14 í mars og apríl. Lokað er á rauðum dögum, þ.e.a.s. Skírdag og Sumardaginn fyrsta. Við hvetjum bæjarbúa til að heimsækja Akranesvita en útsýnið er mjög fallegt á toppi vitans þegar vel viðrar.
Lesa meira

Flóasiglingar

Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður óska eftir rekstraraðila til að taka að sér tilraunaverkefni um beinar siglingar ferju á milli Reykjavíkur og Akraness á tímabilinu maí – september 2016. Hugmyndir sveitarfélaganna eru þær að á tímabilinu sjái rekstraraðili um reglulegar siglingar með á bilinu 50-100 farþega
Lesa meira

Sumarstörf hjá Akraneskaupstað

Akraneskaupstaður óskar eftir flokkstjórum í sumar við störf hjá Vinnuskóla Akraness. Um er að ræða tímabilið ca. 20. maí til 20. ágúst. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 16. mars.
Lesa meira

Laust starf við íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar

Starfsmann (konu) vantar í 100% starf við íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar. Um er að ræða framtíðarstarf. Starfið felst m.a. gæslu í búningsherbergjum kvenna, þrifum og afgreiðslu í íþróttamannvirkjum. Unnið er á dagvöktum frá kl. 08:00-16:00 og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Lesa meira

ASK arkitektar deiliskipuleggja Sementsreitinn á Akranesi

ASK arkitektum í Reykjavík hefur verið falið að deiliskipuleggja svonefndan Sementsreit á Akranesi samkvæmt samningi sem Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Páll Gunnlaugsson arkitekt undirrituðu þar í morgun. Stefnt er að því að ljúka öllu skipulagsferlinu fyrir lok árs 2016.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 23. febrúar

1228. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Breyting á reglum um niðurgreiðslur gjalda hjá dagforeldrum

Bæjarstjórn Akranes staðfesti á fundi sínum þann 9. febrúar síðastliðinn breytingar á reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00