Fara í efni  

Fréttasafn

Álagning fasteignagjalda ársins 2016

Álagningu fasteignagjalda á Akranesi fyrir árið 2016 er nú lokið. Greiðsluseðlar vegna fyrsta gjalddaga verða póstlagðir næstu daga. Það er Akraneskaupstaður sem annast álagningu á fasteignaskatti, lóðarleigu og sorphirðugjaldi og Orkuveita Reykjavíkur sem annast álagningu og innheimtu vatns- og fráveitugjalds.
Lesa meira

Fyrsti áfangi hverfisgarðs í Skógarhverfi tekinn í notkun

Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar samþykkti á síðasta ári áætlun um uppbyggingu hverfisgarða á Akranesi. Hverfisgarðar er nýtt hugtak er felur í sér að byggja upp græn svæði innan hverfa þannig að fólk á öllum aldri geti nýtt sér til útivistar. Markmiðið með þessu er að ýta undir útivist og gera hana aðgengilegri í dagsins önn.
Lesa meira

Einar og Erna Skagamenn ársins

Einar J. Ólafsson og Erna Guðnadóttir kaupmenn í Einarsbúð voru útnefnd Skagamenn ársins 2015 á Þorrablóti Skagamanna sem fram fór á Akranesi í gær, laugardaginn 23. janúar.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 26. janúar

1226. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. janúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Fréttabréf Íþróttabandalags Akraness

Íþróttabandalag Akraness gefur reglulega út rafrænt fréttablað þar sem fjallað er um starf félagsins. Hér má sjá nýjasta tölublaðið sem er birt með leyfi íþróttabandalagsins. Hægt er að gerast áskrifandi og fylgjast með þessu fjölbreytta starfi sem ÍA sinnir með því að senda tölvupóst á ia@ia.is og gefa upp nafn...
Lesa meira

Auglýst eftir áhugasömum aðila til að byggja upp gróðrarstöð við Þjóðveg á Akranesi

Akraneskaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila til að byggja upp gróðrarstöð á lóð við Þjóðveg 15 og 15B sem er landsvæði við hitaveitutanka Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Tilkynning vegna sorphirðu á Akranesi

Mikið sorp hefur safnast eftir hátíðirnar og hefur verktaki ekki náð að sinna sorphirðu á Akranesi samkvæmt sorphirðudagatali en fyrsta hirðing sorps á nýju ári var samkvæmt dagatali 12.-14. janúar.
Lesa meira

Laust starf leikskólakennara á Akraseli

Leikskólakennari óskast til starfa. Um er að ræða 100% stöðu sem er nú þegar laus. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.
Lesa meira

Undirritun samstarfssamnings Afreksíþróttasviðs

Í gærmorgun, þann 14. janúar, skrifuðu FVA, Akraneskaupstaður og ÍA undir formlegan samstarfssamning um Afreksíþróttasviðið FVA. Það voru Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari FVA, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness og Sigurður Arnar Sigurðsson formaður ÍA sem undirrituðu samning fyrir hönd...
Lesa meira

Truflun á útsendingu frá fundi bæjarstjórnar

Truflun varð á útsendingu frá 1225 fundi bæjarstjórnar í kvöld að afloknu fundarhléi og er beðist velvirðingar á því. Engar umræður voru á fundinum eftir hléið en tillaga Ingibjargar Pálmadóttur, varðandi lið 3 í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs...
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00