Áskorun til ráðherra um aukin framlög til Fjölbrautarskóla Vesturlands
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 24. nóvember síðastliðinn að veita Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi einnar milljóna króna styrk til tækjakaupa fyrir árið 2017 vegna þeirri miklu þörf sem skólinn stendur frammi fyrir vegna endurnýjun tækja.
Bæjarráð tók undir orð Ágústu Elínar Ingþórsdóttur skólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands í erindi sínu til Akraneskaupstaðar, dags. 14. nóvember sl., um mikilvægi þess að efla iðn og tæknimenntun á Íslandi og telur bæjarráð brýnt að Fjölbrautarskóli Vesturlands fái nægt fjármagn í fjárlögum til að endurnýja nauðsynlegan tækjabúnað. Iðngreinar eru mikilvæg stoð í atvinnulífinu á Vesturlandi og nauðsynlegt að búa starfsfólki og nemendum góða aðstöðu og nauðsynleg tæki. Bæjarráð fól Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra jafnframt að senda erindi til Illuga Gunnarssonar mennta og menningarráðherra um stöðu Fjölbrautaskólans varðandi tækjabúnað og mikilvægi þess að tryggja fjármagn á fjárlögum.
Skólinn fór af stað með málmiðngreinaátak á vorönn 2016 með það markmið að endurnýja gamlan búnað. Miklar tækniframfarir hafa verið á síðustu árum og er nauðsynlegt að framfylgja þeim við kennslu málmiðngreina.