Auglýsing um skipulag Dalbrautarreits Dalbraut 6
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 15. desember s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits skv. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingar felast m.a. að í stað tveggja hæða með inndreginni þriðju hæð er gert ráð fyrir þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð meðfram Dalbraut, þar sem gafl fjórðu hæðar er 9 m. frá norðurgafli hússins. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1,73 í stað 1,53. Engin breyting er gerð á skilmálum deiliskipulagsins.
Tillagan verður til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is frá og með 2. janúar til og með 18. febrúar 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 18. febrúar 2021 í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is
Fylgigögn með auglýsingu eru hér að neðan: