Fara í efni  

Brekkubæjarskóli og Þorpið hljóta styrk úr Sprotasjóð

Verkefnið Þátttaka er samvinna- valdefling barna hlaut á dögunum kr. 1.300.000 styrk úr Sprotasjóð. Verkefnið er samvinnuverkefni Brekkubæjarskóla, Þorpsins og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið verkefnis er að stuðla að því að öll börn finni að þau tilheyri félagslegu umhverfi, valdefla þau og þá sérstaklega þau sem standa höllum fæti og efla þátttöku þeirra í eigin lífi. Verkefnið er unnið út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum eiga öll börn sem myndað geta eigin skoðanir rétt á að láta þær í ljós í öllum málum sem þau varða og þeim fullorðnu ber að taka réttmætt tillit til skoðana barna í samræmi við aldur þeirra og þroska.

Með verkefninu er vonast til að þátttaka barna í þróun skóla- og frístundastarfs og umhverfi þess muni gera okkur kleift að greina hindranir fyrir félagslegri þátttöku barna og bera kennsl á ástæður fyrir því að börn lenda á jaðrinum. Í samvinnu við börnin verður hægt að vinna markvisst að því að þróa starfshætti og umhverfi sem stuðlar að því að öll börn upplifi sig tilheyra og virkir þátttakendur. Með verkefninu er verið að mæta kröfum og ungmönnum á Akranesi um Akranes sem barnvænt samfélag og líta verkefnastjórar á að verkefnið sé liður í þeirri vegferð.

Við óskum Brekkubæjarskóla og Þorpinu til hamingju með verkefnið.

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00