Félagsstarfið opnar aftur
25.09.2020
Félagsstarf aldraða opnar aftur mánudaginn 28. september og verður opið frá kl. 13.00 - 16.00 alla virka daga eins og verið hefur. Opnun er þá háð skilyrðum.
- Það er grímuskylda fyrir alla í félagsstarfinu. Við hvetjum alla til að mæta með eigin grímur en þær eru einnig til sölu fyrir þá sem það þurfa og vilja.
- Við munum ekki bjóða upp á veitingar að svo stöddu, eingöngu kaffi, te, djús og vatn.
- Við virðum öll fjarlægðarmörk og höldum okkur að lágmarki 1 metra frá næsta manni.
Hlökkum til að sjá ykkur öll eftir helgi!